Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Síða 140

Andvari - 01.01.2007, Síða 140
138 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI baráttu- og sigursaga fslensks „iðnaðarmannssonar“ sem haslar sér völl sem „ótrauður riddari þekkingarinnar“ (239) í framandi samfélagi þar sem hann er í senn „landsbyggðar- og nýlendublók og þar af leiðandi annars flokks maður“ (20) en endar í sögulok við hlið S0rcn Kierkegaards „í fremstu röð þeirra hugsuða á Norðurlöndum sem eru að endurskilgreina sjálfsveruna“ (240). Þó varð hann „aldrei spámaður í sínu föðurlandi“ (239). Það varð sokkakaupmannssonurinn Kierkegaard svo sem ekki heldur fyrr en seint og um síðir, né heldur öreigabarnið H.C. Andersen, svo að ekki sé minnst á þá breiðu fylkingu „annars flokks“ sveitamanna, borgarasona, gyðinga, kvenna og annarra utangarðsmanna sem knúðu árangurslítið dyra í dönsku mennta- lífi á dögum Gríms og eru nú margir hverjir nær algjörlega gleymdir, þótt vafalaust megi færa rök að því að þeir hafi verið í fremstu röð skálda og hugsuða samtímans. Þennan síðastnefnda flokk fyllir t.d. góðkunningi Gríms og sigurvegarinn í ritgerðarsamkeppninni um franska nútímaskáldskapinn, kaupmannssonurinn Peder Ludvig Mpller (1814-65). f Dansk litteraturhistorie 5 (1984) er fullyrt að hann hafi án efa verið best gefni bókmenntagagnrýnandi og fagurfræð- ingur Dana á 5. áratug 19. aldar,34 enda hreppti hann tvívegis gullpening fyrir samkeppnisritgerðir við Kaupmannahafnarháskóla og á tímabili litu margir á hann sem líklegan arftaka Oehlenschlágers sem prófessors í fagurfræði. Auk þess var hann ágætt ljóðskáld og orti m.a. „Arngerðarljóð“ (,,Sjælevandring“) sem Jónas Hallgrímsson þýddi á síðasta æviári sínu. Mpller þessi hlaut þó aldrei meiri viðurkenningu eða frama fyrir ritstörf sín en að verða illa laun- aður íhlaupamaður í dönsku utanríkisþjónustunni um örfárra ára skeið og fá að deyja í París langsjúkur og bláfátækur. Samanborið við hann þurfti Legationsraad Grímur Thomsen a.m.k. ekki að kvarta yfir vistinni hjá Goð- mundi kóngi á Glæsivöllum. Því verður ekki neitað að túlkun Kristjáns Jóhanns Jónssonar á lífshlaupi Gríms er í senn áhugaverð og vekjandi og því þarft innlegg í umræðuna um bókmenntir og skáld 19. aldar. Það má hins vegar velta því fyrir sér að hve miklu leyti hún eigi rætur að rekja til póstmódernískrar ævisöguritunar sam- tímans þar sem sannleikurinn er í eðli sínu afstæður og segir kannski meira um þann sem skrifar en hinn sem skrifað er um. Það er að minnsta kosti ærið langur vegur frá henni til myndarinnar sem oftast hefur verið dregin upp af Grími Thomsen, að ekki sé minnst á reykvísku slúðursöguna frá 1845 þar sem hann rennur bókstaflega saman við Byron lávarð. Þar með er ekki sagt að þær túlkanir gefi sannari og betri mynd af Grími og svari hans við kalli tímans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.