Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 147

Andvari - 01.01.2007, Page 147
andvari GRETTIR OG SNÆKOLLUR 145 Prestarnir brugðust ókvæða við. Séra Friðrik J. Bergmann, sem þá var prest- ur í Norður-Dakota, skrifar í Sameininguna og varar við Menningarfélaginu sem vágesti vantrúarinnar. Hann hneykslast á því að félagið haldi því fram að maðurinn eigi að frelsa sig sjálfur. Hann segir marga telja þetta vera guð- leysingjafélag og félagsmenn „frávillinga menntunarinnar“ sem vilji ofsækja kirkjuna. Ritstjórinn, séra Jón Bjarnason, fylltist og mikilli þykkju og guð- móði við þessar fréttir. Hér þykist hann sjá móðgandi ógnun við boðskap kirkj- unnar; hann fordæmir Menningarfélagið með gífuryrðum. Hann segir að það hafi ekki gerst áður í sögu íslendinga að stofnað sé félag „til þess að gjöra út af við kristindóminn." Hann reynir að lítillækka félagsmennina með því að segja að „óskólagengnir íslenskir bændur“ hafi myndað félagið og þykist vera menn til að „ganga á hólm gegn kristilegri kirkju, hinu mesta stórveldi tilver- unnar, og sýnast hafa vissa von um að geta lagt hana að velli.““ I næsta hefti Sameiningarinnar fer séra Jón hamförum á ný og skrifar hátt í átta blaðsíðna stóryrta bardagagrein sem hann nefnir „Menningarfélagsandinn eða Færeyjagikkirnir". Hann telur það undrum og ógnum sæta „að það fjör skuli vera komið í vantrúna og andkristindóminn meðal landa vorra, að flokkur íslenskrar alþýðu hefir dregið sig saman í félag til þess að brjóta niður kirkju vora, gjöra út af við biblíuna og leggja kristindóminn að velli.“ í þessum dúr heldur séra Jón áfram að hella úr skálum fordæmingar sinnar. Hann telur að kristilega hugsandi fólk hljóti nú í alvöru að biðja fyrir sér úr því að „guðleysið hafi þegar náð svo miklu ríki hjá íslendingum hér vestra, að það stofnar lögbundið félag til að vinna á móti kristindóminum“. Jón álítur að almenningur á íslandi muni telja þetta félag „lýti, svartan blett á þjóð- flokki vorum hér í landi“, og þó að félagsmenn „vel flestir líklega ekki séu neinir sérlegir vitsmunamenn“, þá sé líklegt að þeir muni hindra Islendinga í nð flytja vestur „fyrir þá sök að guðleysið og kristindómshatrið“ hjá löndum þeirra hér sé farið að loga upp úr. Einnig sakar Jón menningarfélagsmennina um „hroka og stórmennsku“ en af þeim standi engin ógn; í félaginu séu ekki >,þeir vísindamenn, að hætt sé við, að þeir kollvarpi sannindum trúar vorrar með lærdómi og vísindalegum rannsóknum.“ Þeir hagi sér eins og „Færeyja- gikkurinn“ sem ofmetnaðist svo af heimsókn til Færeyja að hann þekkti ekki íslenska hrífu þegar heim kom. Það var háttur séra Jóns að hamra með niðurlægjandi ásökunarorðum á skoðanaandstæðingum sínum. Hann var forseti Hins lúterska kirkjufélags og skákaði í skjóli kirkjuveldisins; umburðarlyndi kom ekki til greina, fólk skyldi hlýða kennisetningum kirkjunnar að viðlagðri sáluhjálp. Margir fylgdu honum dyggilega að málum. Á kirkjuþinginu 1887 var borin upp eftirfarandi tillaga: >.Fundurinn þakkar í einu hljóði séra Jóni Bjarnasyni sem forseta kirkjufélags- ins fyrir þá kurteisi, er hann hefur sýnt í forsetasætinu.“ Tillagan var samþykkt 1 einu hljóði eins og raunar var gert ráð fyrir í sjálfum tillögutextanum.12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.