Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2007, Side 168

Andvari - 01.01.2007, Side 168
166 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI Velferðaraðstoð er ekki heldur ókeypis. Þar sem hún gengur lengst, er skatt- byrði þung. Því meiri sem velferðaraðstoðin er, þeim mun meiri orku, tíma og fjármunum eyða menn einnig í að tryggja sinn hlut af henni. Þegar menn bítast um sneiðar af síminnkandi köku, breytist ríkið í sundrungarafl, vígvöll ólíkra hagsmuna. Enn fremur vanmat Hegel mátt frjálsra viðskipta til aðlög- unar, taumhalds og sköpunar samkenndar, þótt hann gerði sér vissulega grein fyrir því, að í viðskiptum felst gagnkvæm viðurkenning. A frjálsum mark- aði verða menn að fullnægja þörfum viðskiptavina sinna jafnvel eða betur en keppinautarnir. Hafi þeir eitthvað að selja, vöru eða þjónustu, lenda þeir ekki utangarðs. Matarástin tengir þar saman frekar en náungakærleikurinn. Haustið 1987 skoðaði ég Pretóríu-borg í Suður-Afríku. Þá réðu hvítir aðskiln- aðarsinnar landinu. Við leiðsögukona mín ókum fram hjá kvikmyndahúsi. Ég spurði, hvort þeldökkt fólk fengi aðgang að sömu kvikmyndahúsum og hvítt. Svarið var, að það hefði nýlega gerst að áeggjan eigenda kvikmyndahúsanna. Ég hugsaði með sjálfum mér: Hvort skyldi hafa ráðið meira, náungakærleikur eða löngun eigendanna í fleiri viðskiptavini? Þýskur kaupsýslumaður orðaði þetta vel á nítjándu öld: Tilhneigingin til að skjóta á náungann minnkar, sjáist í honum væntanlegur viðskiptavinur.9 Frjáls markaður er einnig vettvangur margvíslegra samtaka, félaga og fyrirtækja, sem menn geta fundið sjálfa sig í, ef svo má að orði komast. Þeir festa þar flestir nýjar rætur. Þá verður markaðurinn einingarafl. Otti Hegels (og síðar Keynes lávarðar) við sífelldar kreppur reyndist líka ástæðulítill. Sjálfstýring atvinnulífsins er ekki fullkom- in, en hún er skárri en handstýring stjórnmálamanna. Rawls og kjör hinna verst settu Fátækt í hinu borgaralega skipulagi reyndist ekki eins alvarleg og Hegel hafði talið. Skortur lífsgæða var oftar tímabundinn en varanlegur. Ekki varð til neinn „herskari umkomuleysingja“, sem lenti utangarðs og ríkið þurfti að styðja. Einstakir hópar voru ekki dæmdir til að vera ætíð aftastir í röðinni, því að bilið milli þeirra og annarra hópa var yfirstíganlegt. Víðast á Vesturlöndum braust þorri manna til bjargálna þrátt fyrir öra fólksfjölgun allt fram á síðari helming tuttugustu aldar. Velferðarríkið var í rauninni afleiðing af aukinni velmegun, ekki ráð við eiginlegri fátækt. Það var munaður, sem ríkar þjóðir leyfðu sér, ekki síst vegna samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði. Það var til að jafna lífskjör fremur en tryggja bjargarlausu fólki öryggi. Allir nutu velferðarréttinda óháð efnahag. Slíkt velferðarríki fól í sér eins konar lausn- argjald, sem ríkt fólk greiddi miðstéttinni, enda hafði hún úrslitaáhrif í stjórn- málum. En á frjálsum markaði hverfur fátæktarvandinn seint. Hvort tveggja er, að einhverjir verða ætíð samkvæmt skilgreiningu aftastir í röðinni, þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.