Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 170

Andvari - 01.01.2007, Page 170
168 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI hans í heimspeki í Harvard, Robert Nozick, heldur því fram, að frjálst val ein- staklinganna raski sérhverri þeirri tekjuskiptingu, sem heimspekingar hugsi upp. Tökum einfalt dæmi. Tekist hefur að koma á réttlátri tekjuskiptingu á íslandi eftir forskrift einhvers heimspekings, til dæmis Rawls. Hingað kemur heimskunnur hagfræðingur, Milton Friedman að nafni, og auglýsir fyrirlest- ur í Súlnasal Hótel Sögu. Aðgangseyrir er tíu þúsund krónur. Fyrirlesturinn sækja fimm hundruð manns, en kostnaður er ein milljón króna. Eftir hann er Friedman fjórum milljón krónum ríkari, en fimm hundruð manns tíu þús- und krónum fátækari hver. Tekjuskiptingin er orðin ójafnari. Aheyrendur eru hins vegar hinir ánægðustu, enda stórum fróðari. Hvar er ranglætið? spyr Nozick.14 Ensk-austurríski hagfræðingurinn Friedrich von Hayek hefur bent á annað sjónarmið ekki síður mikilvægt. Tekjuskipting sú, sem sprettur upp úr frjálsum viðskiptum á markaði, veitir ómetanlegar upplýsingar um, hvar hæfi- leikar manna nýtast best öðrum. Þegar þessari tekjuskiptingu er raskað með valdboði, týnast slíkar upplýsingar með þeim afleiðingum, að framleiðsla dregst saman og minna verður til skiptanna.15 Rawls horfir til lítilmagnans. Það er athyglisvert sjónarhorn, en fleiri eru til. Vissulega munu hagsýnir menn undir fávísisfeldi reyna að verjast versta hugs- anlega kosti um framtíðarhag sinn. En það þarf ekki að leiða til þess, að þeir vilji hámarka lágmarkið, heldur aðeins tryggja, að lágmarkið verði bærilegt. Þeir vilji ekki aðeins öryggi, heldur líka það fyrirheit, sem frelsi til áhættu veitir, ef til vill í hæfilegri blöndu. Þá er og vandséð, hvernig Rawls skilgreinir hina verst settu á rökréttan hátt. Eru það hinir tekjulægstu eða hinir hæfileika- minnstu? Skiptir engu máli, hvers vegna menn eru í hópi hinna verst settu? Ofdrykkjumaður og letingi skipa sér báðir af sjálfsdáðum í þann hóp, en hvorki fatlaður maður né ellihrumur. Er átt við 1%, 5% eða 10% íbúanna? Og íbúa hvar? Það breytir miklu, hvort miðað er við alla jarðarbúa eða íbúa einhvers eins ríkis. Eiga menn að njóta þess, að þeir fæðast í Flórída, en ekki á Kúbu? í Suður-Kóreu, en ekki í Norður-Kóreu? Ef miðað er við alla jarðarbúa, hvers vegna á þá ekki að gera ráð fyrir vitsmunaverum á öðrum hnöttum, sem gætu haft réttindi og skyldur? Ef þær eru betur settar en við, eigum við þá heimtingu á einhverju frá þeim, og öfugt? Vandinn nær til kynslóða ekki síður en land- svæða: Getur verið, að fórna megi hagsmunum hinna verst settu í skamman tíma fyrir hagsmuni þeirra til langs tíma litið (eins og var sennilega hugsunin í kommúnistaríkjunum sálugu)? Það er síðan álitamál, hvor kjörin séu betri, að tekjulægsti hópurinn (ef hann er rökræðunnar vegna skilgreindur sem hinn verst setti) hafi sem mestar tekjur hér og nú eða sem flest tækifæri til að hækka tekjur sínar af eigin rammleik. Af þessu má ekki aðeins ráða, að innri mótsagn- ir kunna að vera í kenningu Rawls, um leið og hún stríðir gegn algengum og jafnvel fornhelgum réttlætishugmyndum, heldur líka, að hún er óræð, veitir ekki nógu skýra leiðsögn um það, hvernig réttlátt skipulag á að vera.16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.