Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 172

Andvari - 01.01.2007, Page 172
170 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI flytjendum frá fátækum löndum í suðri. Skýringin er auðsæ. Vesturlönd eru ríkari og frjálsari en aðrir hlutar heims. Þetta hefði ekki komið Adam Smith á óvart. Hann taldi, að menn væru best settir við atvinnu- frelsi. Svo vel vill til, að nýjar mælingar renna stoðum undir kenningu Smiths og veita vísbendingu um, hvers konar lönd eru líklegust til að búa hinum verst settu best kjör og veita venjulegu fólki tækifæri til góðs lífs. Hópur hagfræðinga undir forystu Miltons Friedmans hefur síðustu áratugi smíðað vísitölu um atvinnufrelsi (e. index of economic freedom), sem þeir hafa lagt á flest lönd heims. Samkvæmt þessari vísitölu eru gefin stig frá 1 og upp í 10, þar sem 10 merkir fullkomið atvinnufrelsi. Vísitalan er sett saman úr fimm atriðum. Hagkerfi er því frjálsara, nær kapítalisma, sem 1) umfang ríkisins er minna, 2) réttaröryggi meira og eignarréttur betur verndaður, 3) aðgangur að traustum gjaldmiðli auðveldari, 4) víðtækara frelsi til alþjóðaviðskipta, 5) reglur rýmri á fjármagnsmarkaði, vinnumarkaði og um rekstur fyrirtækja. Fyrst er fróðlegt að virða fyrir sér, hvernig atvinnufrelsi hefur þróast á íslandi eftir þessari vísitölu: 1970: 6,3 (26. í röðinni af 54 löndum) 1975: 4,7 (53. í röðinni af 72 löndum) 1980: 5,1 (64. í röðinni af 105 löndum) 1985: 5,3 (61. í röðinni af 111 löndum) 1990: 6,6 (26. í röðinni af 113 löndum) 1995: 7,4 (17. í röðinni af 123 löndum) 2000: 7,7 (12. í röðinni af 123 löndum) 2004: 7,9 (9. í röðinni af 130 löndum) Skýringin á því, að atvinnufrelsi minnkaði verulega á fyrri hluta áttunda áratugar, var auðvitað vinstri stjórnin 1971-1974, sem stórjók ríkisafskipti. Atvinnufrelsi jókst síðan nokkuð á seinni hluta níunda áratugar, og má eflaust rekja það til ýmissa umbóta ríkisstjórnarinnar 1983-1987. En það var ekki fyrr en um og eftir aldamótin 2000, sem ísland komst í röð frjálsustu landa heims í atvinnumálum. Þetta var árangur markvissrar áætlunar þeirra rík- isstjórna, sem Davíð Oddsson veitti forystu frá 1991. ísland deildi árið 2004 níunda sæti með Lúxemborg. Þá var atvinnulíf aðeins frjálsara í Hong Kong, Singapore, Nýja Sjálandi, Sviss, Bandaríkjunum, írlandi, Stóra-Bretlandi og Kanada. Athygiisvert er, að þau lönd eru öll fyrrverandi nýlendur Breta að Sviss undanskildu og að íslenskt atvinnulíf er hið frjálsasta á Norðurlönd- um. Þegar löndum heims er skipt í fjóra hópa eftir atvinnufrelsi, eins og það mælist eftir þessari vísitölu, kemur margt fróðlegt í ljós. Sterkt samband reyn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.