Andvari - 01.01.2007, Qupperneq 172
170
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
flytjendum frá fátækum löndum í suðri. Skýringin er auðsæ. Vesturlönd
eru ríkari og frjálsari en aðrir hlutar heims. Þetta hefði ekki komið
Adam Smith á óvart. Hann taldi, að menn væru best settir við atvinnu-
frelsi. Svo vel vill til, að nýjar mælingar renna stoðum undir kenningu
Smiths og veita vísbendingu um, hvers konar lönd eru líklegust til að
búa hinum verst settu best kjör og veita venjulegu fólki tækifæri til góðs
lífs. Hópur hagfræðinga undir forystu Miltons Friedmans hefur síðustu
áratugi smíðað vísitölu um atvinnufrelsi (e. index of economic freedom),
sem þeir hafa lagt á flest lönd heims. Samkvæmt þessari vísitölu eru
gefin stig frá 1 og upp í 10, þar sem 10 merkir fullkomið atvinnufrelsi.
Vísitalan er sett saman úr fimm atriðum. Hagkerfi er því frjálsara, nær
kapítalisma, sem 1) umfang ríkisins er minna, 2) réttaröryggi meira
og eignarréttur betur verndaður, 3) aðgangur að traustum gjaldmiðli
auðveldari, 4) víðtækara frelsi til alþjóðaviðskipta, 5) reglur rýmri á
fjármagnsmarkaði, vinnumarkaði og um rekstur fyrirtækja.
Fyrst er fróðlegt að virða fyrir sér, hvernig atvinnufrelsi hefur þróast á
íslandi eftir þessari vísitölu:
1970: 6,3 (26. í röðinni af 54 löndum)
1975: 4,7 (53. í röðinni af 72 löndum)
1980: 5,1 (64. í röðinni af 105 löndum)
1985: 5,3 (61. í röðinni af 111 löndum)
1990: 6,6 (26. í röðinni af 113 löndum)
1995: 7,4 (17. í röðinni af 123 löndum)
2000: 7,7 (12. í röðinni af 123 löndum)
2004: 7,9 (9. í röðinni af 130 löndum)
Skýringin á því, að atvinnufrelsi minnkaði verulega á fyrri hluta áttunda
áratugar, var auðvitað vinstri stjórnin 1971-1974, sem stórjók ríkisafskipti.
Atvinnufrelsi jókst síðan nokkuð á seinni hluta níunda áratugar, og má eflaust
rekja það til ýmissa umbóta ríkisstjórnarinnar 1983-1987. En það var ekki
fyrr en um og eftir aldamótin 2000, sem ísland komst í röð frjálsustu landa
heims í atvinnumálum. Þetta var árangur markvissrar áætlunar þeirra rík-
isstjórna, sem Davíð Oddsson veitti forystu frá 1991. ísland deildi árið 2004
níunda sæti með Lúxemborg. Þá var atvinnulíf aðeins frjálsara í Hong Kong,
Singapore, Nýja Sjálandi, Sviss, Bandaríkjunum, írlandi, Stóra-Bretlandi og
Kanada. Athygiisvert er, að þau lönd eru öll fyrrverandi nýlendur Breta að
Sviss undanskildu og að íslenskt atvinnulíf er hið frjálsasta á Norðurlönd-
um.
Þegar löndum heims er skipt í fjóra hópa eftir atvinnufrelsi, eins og það
mælist eftir þessari vísitölu, kemur margt fróðlegt í ljós. Sterkt samband reyn-