Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Síða 175

Andvari - 01.01.2007, Síða 175
ANDVARI FÁTÆKT OG ÓJÖFNUÐUR 173 Hagkerfið er tvímælalaust aðlögunarhæfara og stuðlar að meiri nýsköpun. Þar vestra hefur tekjuskipting aðallega orðið ójafnari hin síðari ár vegna aukinnar fjárfestingar fólks í menntun, sem skilað hefur því hærri tekjum. Hefði verið betra að vera án þeirrar fjárfestingar? Margvíslegur vandi er enn fremur sýni- legri í Bandaríkjunum en annars staðar: Réttur geðbilaðs fólks til að ráfa um götur er til dæmis virtur, en í mörgum öðrum löndum er slíkt fólk lokað inni á stofnunum. Misskipting gæða virðist því meiri en hún er í raun og veru.20 Einnig verður að minna á, að bandaríska þjóðin er hjálpsöm með afbrigðum; þar vestra gera menn góðverk sín á eigin kostnað, ekki annarra. Líknar- og mannúðarfélög starfa af miklum þrótti. Hvað sem segja má misjafnt um þetta eina risaveldi, sem eftir er í heiminum, er einstætt afrek, hvernig það hefur í rösk tvö hundruð ár tekið við tugmilljónum örsnauðra manna, sem hrakist höfðu úr heimalöndum sínum, og búið þeim skilyrði til að komast í álnir.21 Eftir stendur, að afkomuöryggi hinna verst settu er eflaust meira í Svíþjóð en Bandaríkjunum. Svíar gátu lengi staðið undir kostnaðarsömu velferðar- ríki. Stoðir þess virtust traustar. Hagvöxtur var líklega örari í Svíþjóð en nokkru öðru landi árin 1870-1950, auk þess sem Svíar sluppu við marg- víslegar búsifjar í heimsstyrjöldunum tveimur á tuttugustu öld. Sænsk stór- fyrirtæki voru öflug og kepptu af hörku á alþjóðamarkaði. Sænska þjóðin var líka einsleit og samstæð, svo að ágreiningur var ekki mikill um rausnarlega velferðaraðstoð. Svíar voru vanir að láta ekki skerast í odda, heldur ná sam- komulagi. Vinnufriður var þar til dæmis betri en víða annars staðar í Evrópu fram eftir miðri tuttugustu öld. Svíar voru ríkasta þjóð Norðurlanda og raunar í heiminum öllum, ef undan eru skildir Bandaríkjamenn og Svisslendingar. Atvinnulífið virtist geta staðið undir síhækkandi sköttum til að kosta vel- ferðarþjónustuna. En á síðari hluta tuttugustu aldar seig á ógæfuhlið. Svíar drógust aftur úr þeim þjóðum, sem þeir miðuðu sig iðulega við. Þeir eru nú fátækasta þjóð Norðurlanda. Bilið milli þeirra og Bandaríkjanna, sem virtist vera að hverfa um miðjan sjöunda áratug, hefur breikkað, eins og sést á 3. mynd. Frá 1950 hafa nánast öll ný störf í Svíþjóð orðið til í opinbera geir- anum. Atvinnulíf hefur staðnað. Atvinnuleysi er verulegt, líklega um 15%, þótt reynt sé að fela það með námskeiðahaldi og öðrum aðgerðum. Erfitt er að segja fólki upp, svo að atvinnurekendur eru að sama skapi tregir til nýráðn- inga. Þetta bitnar sérstaklega á æskumönnum. Innflytjendur, sem eru margir í Svíþjóð, eiga líka undir högg að sækja. Þeir, sem hafa atvinnu, gæta þess vandlega, að ekki sé rýmkað um reglur og launakjör, svo að atvinnuleysingjar komist af bótum og út á vinnumarkaðinn.22 Svíþjóð hreykti sér af því að vera þjóðarheimili, þar sem enginn væri hafður útundan. Nú eru þar fjölmennir hópar óánægðir, af því að þeir telja sig ekki fá næg tækifæri. Orbirgð er vissulega hverfandi í Svíþjóð, en útskúfun nokkur. Samkennd þjóðarinnar er ekki eins sterk og áður. Starfslöngun Svía hefur minnkað: Veikindadögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.