Andvari - 01.01.2007, Síða 178
176
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
afköst.23 Þetta breyttist í lok átjándu aldar, þegar dönsk stjórnvöld urðu fyrir
áhrifum af boðskap Adams Smiths og lögðu niður einokunarverslunina. A
nítjándu öld urðu nokkrar framfarir í krafti atvinnufrelsis, þótt fjöldi manns
flýði örbirgð vestur um haf. Fjármagn myndaðist smám saman í landinu og
leitaði í ábatasama útgerð, og fólk flykktist til Reykjavíkur og annarra kaup-
staða. íslendingar voru þó aðeins hálfdrættingar á við Dani í tekjum allt til
1940, þegar Bretar hernámu landið og eftirspurn jókst skyndilega eftir vöru
og þjónustu Islendinga. Þá skutust Islendingar upp fyrir Dani í tekjum.24 Eftir
seinni heimsstyrjöld gekk á ýmsu. íslendingum tókst að halda góðum tekjum
þrátt fyrir takmarkað atvinnufrelsi, vegna þess að þeir græddu ekki síður á
Kalda stríðinu frá 1948 en hinu heita áður, jafnframt því sem þeir ráku útlend-
inga af íslandsmiðum í fjórum þorskastríðum. Þeir jusu upp síld á sjöunda
áratug, svo að stofninn hrundi, og þorski á hinum áttunda, þótt þeir lærðu af
reynslunni og takmörkuðu sóknina. Atvinnulíf var mjög óstöðugt á þessum
tíma. Verkföll voru tíð og jafnan samið eftir þau um óraunhæfar launahækk-
anir, en verðbólga, verðlækkun peninga, notuð til að jafna metin. Hún var
miklu meiri en í grannríkjunum. Eftir seinni heimsstyrjöld var atvinnuleysi
þó sjaldan verulegt. Þjóðin var ung og hraust og þurfti ekki á víðtækri vel-
ferðaraðstoð að halda. Lífeyrissjóðir voru ekki í höndum opinberra aðila, eins
og annars staðar á Norðurlöndum, og margvíslegar bætur lægri, enda jafnan
tekjutengdar.25 Sá hugsunarháttur var algengur, að fslendingar byggju í nær
ónumdu landi og þyrftu á öllum kröftum að halda. Stjórnvöld skömmtuðu
fjármagn og studdu af alefli margvíslegar framkvæmdir, stundum vanhugs-
aðar.
í lok níunda áratugar virtist íslenskt atvinnulíf staðnað, og var því jafnvel
spáð, að ísland yrði aftur orðið eitt fátækasta land Vestur-Evrópu um 2000.
En stefnunni var breytt 1991, þegar hagkerfið var opnað og atvinnufrelsi
aukið. Sem fyrr segir er ísland nú í hópi þeirra tíu ríkja í heimi, sem búa við
víðtækast atvinnufrelsi. Opinberir sjóðir voru lagðir niður eða reglur um þá
hertar. Vegna peningalegs aðhalds hjaðnaði verðbólga niður í það, sem hún
er í grannríkjunum. Halla á fjárlögum var snúið í afgang, sem notaður var
til að lækka skuldir ríkisins. Ymis fyrirtæki ríkisins voru seld fyrir um 150
milljarða króna og andvirðið notað til að lækka skuldir ríkisins og koma lagi
á lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, jafnframt því sem almennar reglur um
lífeyrissparnað voru rýmkaðar. Nú geta menn sparað til ellinnar í fleira en
steinsteypu og málverkum. Útgerðarfyrirtækjum var tryggður afnotaréttur
af fiskimiðum, svo að þau gátu einbeitt sér að arðbærum rekstri, en ekki
hlustað á nokkra menntamenn, sem vildu taka upp auðlindaskatt að fornri
fyrirmynd (þótt hugmyndin væri ekki að þessu sinni, að hann rynni til land-
búnaðar, heldur í niðurgreiðslu margvíslegrar þjónustu við menntamenn).26
Skattar voru lækkaðir: Aðstöðugjald á fyrirtæki var fellt niður og tekjuskattur