Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 27

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 27
ANDVARI BJARNI BJARNASON 25 sem lögð var á að hafa slíka skóla í strjálbýli, er í samræmi við hina bresku fyrirmynd. Menningaráhrif frá þeim voru til þess fallin að efla héruðin sem í hlut áttu enda tóku þau verulegan þátt í stofnkostnaði þeirra. Þetta hlutverk felst í orðinu héraðsskóli sem rakið er til Eiríks Einarssonar alþingismanns frá Hæli. Uppeldisstefnu Jónasar, áherslu á verklega þætti, heilsusamlegt líferni, líkamsrækt og söng ásamt hvatn- ingu til sjálfboðavinnu í þágu skólanna var fylgt í þeim öllum og því nefnir hann þá albræður. Jónas mun hafa talið það miklu varða að fá til Laugarvatns öfl- ugan skólastjóra. Þar beið erfitt verkefni. Þótt staðurinn væri fagur og ríkulega búinn frá náttúrunnar hendi var húsið tæplega hálfbyggt og vegleysur til staðarins. Bjarni, vel menntaður íþróttakennari, reyndur og mikils metinn skólastjóri og síðast en ekki síst frækinn íþróttamaður, var manna líklegastur til að fylgja þeirri skólastefnu sem Jónasi var mest að skapi. Jónas lýsti því sjálfur í greininni Draumur og veruleiki hvernig það atvikaðist að Bjarni Bjarnason varð fyrir valinu: Þá um sumarið var ég að brjóta.heilann um hvaða maður gæti nú tekið við Laugarvatni, úr því sr. Jakob vildi hætta. Þá um mitt sumarið var ég staddur suður í Hafnarfirði og mæti gömlum lærisveini og vini mínum, Bjarna Bjarna- syni. Við tölum saman um daginn 0£ veginn. Allt í einu dettur mér í hug: Þarna er maðurinn að Laugarvatni. Eg kastaði þessu fram strax í gamni og alvöru. Bjarni tók því í spaugi, sagðist ekki eiga heimangengt frá skólanum í Hafnarfirði og búi í Straumi. En þessu máli var haldið áfram, og svo fór að Bjarni yfirgaf sinn stóra skóla og bú og flutti austur að Laugarvatni. Reynslan hefir sýnt, að þar var gifta með í mannvali.21 Bjarni var skipaður skólastjóri síðla sumars 1929 og skólinn var settur 4. október. Sá hluti skólahússins, sem reistur hafði verið um sumarið, var óinnréttaður eins og áður er getið. Frá fyrra ári var aðeins einn fastur kennari við skólann, Guðmundur Ólafsson frá Sörlastöðum. Þrír nýir kennarar voru nú fastráðnir til viðbótar auk skólastjórans og tveir stundakennarar. Lýsing Bjarna á þessum aðstæðum sýnir glöggt hvernig aðkoman var og hvernig við henni var brugðist: Kennurum var holað í herbergi, enda voru þeir, sem komu nýir, einhleypir menn. íbúð skólastjóra var eins og hitt aðeins fokheld, kona og ungur sonur urðu því að bíða annars staðar til betri tíma....Um veturinn unnu nemendur að því að afþilja herbergi, og losnuðu þeir brátt úr hinum stóra geim, sem hlotið hafði nafnið „Glaumbær“. Herbergin voru skírð, jafnóðum og flutt var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.