Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 137

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 137
ANDVARI JÓNAS OG TÓMAS 131 Jónas lætur sér ekki detta í hug að bjóða Tómasi upp á að deyja til þess að hvílast í faðmi Guðs heldur til að halda áfram að vinna. Svo merkilegt sem það er birtist þetta kvæði aldrei í Fjölni. Næsti árgangur eftir dauða Tómasar kom út tveimur árum síðar, 1843, og hófst á minning- arorðum Jónasar um Tómas í óbundnu máli.6 í þessu hefti eru mörg ljóð eftir Jónas, þýdd og frumsamin, meðal annars nokkur erfikvæði, en kvæðið um Tómas er ekki á meðal þeirra.7 Og það mun ekki hafa verið prentað fyrr en eftir andlát Jónasar í Ljóðmœlum hans, 1847.8 Ekki veit ég hvernig stendur á því, en það kunna mér kunnugri menn að vita. Hitt erfikvæði Jónasar um Tómas finnst mér eiginlega listrænna. Það er lokaljóð flokksins Annes og eyjar og fjallar um Tómasarhaga sem var kennd- ur við Tómas Sæmundsson eftir að hann hafði leitað þar athvarfs í illviðri árið 1835 þegar hann var að flytja eiginkonu sína að norðan suður á fram- tíðarheimili þeirra á Breiðabólstað í Fljótshlíð.9 Ljóðið er aðeins þrjár vísur, knappt og hnitmiðað:10 Tindrar úr Tungnajökli, Tómasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Veit eg áður hér áði einkavinurinn minn, aldrei ríður hann oftar upp í fjallhagann sinn. Svo hristir Jónas af sér tilfinningasemina með karlmannlegum úrdrætti og lýkur ljóðinu: Spordrjúgur Sprengisandur og spölur er út í haf; hálfa leið hugurinn ber mig, það hallar norður af. Þetta voru minningarljóð Jónasar um Tómas. En ég ætla að halda því fram hér að eitt kvæði hans enn fjalli á einhvern hátt um Tómas, og það er „smá- kvæðið“ Gunnarshólmi. Fyrsti árgangur Fjölnis, 1835, hefst á inngangsgrein með fyrirsögninni „Fjölnir“ og er tvímælalaust talin vera eftir Tómas.11 Þar er farið víða yfir og má meðal annars lesa um hvernig íslendingar geti vakið í sér ættjarðarástina, annars vegar með því að lesa íslendingasögurnar, hins vegar með því að horfa á landið. Um síðartalda ráðið segir Tómas:12 Víst er um það: mart er annað sem minna mætti sérhvurn Íslendíng á þessa ást, ef hann rennir augum sínum yfir grænu dalina, með hlíðarnar kvikar af nautum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.