Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 52

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 52
50 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI ingar kom. Þetta gerðist löngu fyrir daga námsráðgjafar og úrræði gegn agabrotum lítil önnur en brottvikning. Hvað sem einstökum álitamálum líður er fullljóst að Bjarni leit aldrei af skólanum þrátt fyrir tímafreka stjórnmálabaráttu og stofnun nýrra skóla á staðnum. Afköst hans voru með slíkum ólíkindum og yfirsýn hans svo skýr að ekki er fjarri sanni að hann gæti unnið margt það í hjá- verkum sem meðalmaður er fullreyndur af þótt ekki hafi öðru að sinna. Um þau afköst ásamt framsýni hans og forystuhæfni vitnar skólastaður- inn Laugarvatn. Fylgi við skólahugsjónir sínar vann hann ekki með áróðri og hávaða. Tekið hefur verið svo til orða af nákunnugum að hann hafi stofnað hina yngri skóla á Laugarvatni í kyrrþey og þeir svo birst alskapaðir í fyllingu tímans þegar lendingunni var náð. Aðrir hlutu að hrífast af fordæmi, framfarasókn og framtíðarsýn aldamótamannsins. Það átti ekki síst við um nánustu samstarfsmenn hans. Og af öllu hinu fjölbreytilega starfi hans var það líklega happadrýgst fyrir Laugarvatn hve giftusamlega tókst til um ráðningu kennara og tryggð þeirra við skólann og skólastjórann. Sterkt kennaralið gerði honum kleift að vinna Laugarvatni gagn bæði innan og utan staðarins þegar svo bar undir. Það réð úrslitum um viðurkenningu menntaskólakennslunnar og þar með stofnun menntaskólans 12. apríl 1953. Sá atburður markaði reyndar ákveðin þáttaskil í skólastjórnarsögu Bjarna. Allt til þess hafði héraðsskólinn annast hina sameiginlegu þjónustu við hina skólana, séð um rekstur rafstöðvar, vatnsveitu og hitaveitu, lagningu stíga um staðinn o.þ.h. Einnig hafði hann rekið skólabú á staðnum frá 1936 og gróðrarstöð í nokkur ár. Nú ákváðu eig- endur skólans, þ.e. ríkið og Arnessýsla, að búreksturinn yrði leigður og einnig gróðrarstöðin en rafstöð, hitaveita og vatnsveita yrðu sameign skólanna fjögurra í ákveðnum hlutföllum: héraðsskólinn 6/15, mennta- skólinn 5/15, íþróttakennaraskólinn 2/15 og húsmæðraskólinn 2/15. Sameignir skólanna urðu sjálfstæð stofnun undir stjórn skólastjóraráðs; í því sátu skólastjórarnir fjórir og höfðu allir sama rétt. Þeir réðu svo framkvæmdastjóra til að sjá um rekstur og viðhald. Lóðum var einnig skipt milli skólanna miðað við ætlaða þörf þeirra til starfsemi sinnar og væntanlegra nýbygginga. Smám saman uxu umsvif sameignanna og æ fleira kom til kasta þeirra, svo sem skólpveita, friðun staðarins, þjónusta við ferðafólk að sumarlagi o.fl. Við þetta minnkuðu yfirráð héraðsskólans. Margt af því sem áður heyrði undir hann einan og var að mestu á valdi skólastjóra hans var nú rætt og ákveðið á fundum skóla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.