Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2008, Side 167

Andvari - 01.01.2008, Side 167
ANDVARI NÆR ÓSÝNILEGAR RÁKIR í LÍFI SKÁLDS 161 urfræði módernískrar ljóðagerðar í Evrópu og Norður-Ameríku frá lokum 19. aldar dregur Þorsteinn betur fram en áður hefur sést hve varhugavert er að skrifa um íslenska ljóðlist einvörðungu eða að mestu á forsendum íslenskra bókmennta. Samanburðarbókmenntafræðileg aðferð hans sýnir hve mikið er í boði fyrir þá sem vilja skoða betur íslenska nútímaljóðlist. Hún dregur einnig fram hve skáldskapur Sigfúsar er bitastæður. Þegar ljóð hans eru sett í sitt evrópska samhengi og túlkunarsamhengi þeirra víkkað út sést hve stórbrotinn höfundur Sigfús var, hve mikil gæfa það var að hann skyldi yrkja á íslensku. En Þorsteinn þarf hér líka að höndla það sem nú er kallað „orðræðugrein- ing“ því hefðbundin samanburðarbókmenntafræði með áhrifakenningum sínum er torsótt og raunar langsótt leið til að staðsetja íslensk móderne skáld í sínu fagurfræðilega samhengi. Þetta er víðfeðmt verkefni en ákaflega áhuga- vert því það snýst um að staðsetja höfundarverk Sigfúsar Daðasonar í sögu og þróun alþjóðlegs módernisma í ljóðlist. Umsvifamest er þessi umræða í þriðja kafla fyrsta bókarhluta, „Útúrdúr um ljóðbyltingar - Þættir úr sögu nútímaljóða“, en hennar sér stað í allri umfjöllun Þorsteins um ljóð Sigfúsar Daðasonar og lífsstarf hans sem ljóðskálds. Þetta er hál braut. Þorsteinn er stundum stutt frá fyrrgreindum samanburðarbókmenntafræðingum: leitar að yfirsýn yfir tengingar evrópskrar og norðuramerískrar bókmenntasögu við eitt tiltekið skáld, oft með of mikilli rauntengingarslagsíðu með spurningum á borð við, átti SD bók eftir þennan mann? Um leið er hér unnið hreint og klárt brautryðjendastarf í að rýna í fagurfræði módernískrar Ijóðlistar og sýna kvitt og klárt að íslensk ljóðhefð er óskiljanleg nema sem samanburð- arbókmenntafræðilegt viðfangsefni. Þetta er stóra afrek bókarinnar. Þarna tekst Þorsteinn líka á við atriði sem kannski hafa verið full fyrirferð- armikil í umræðu um íslenska nútímaljóðlist. Fyrst ber þar að nefna formal- ismann. Sú greining sem Þorsteinn sýnir svo vel að hann hefur á valdi sínu, greining á stíl, orðræðu og samhengi, er í grundvallaratriðum andstæð formal- ismanum og úttekt Þorsteins á þeim sem vilja binda niður ákveðið skema eða mælistiku á hvað sé módernt er í samræmi við það. Með því að gefa sér frá byrjun að til sé ákveðið fagurfræðilegt samhengi sem ljóð Sigfúsar standa í, en eyða ekki kröftunum í að skilgreina einstök atriði sem síðan eru lögð til grundvallar hverju ljóði verður fyrst rúm til að átta sig á slagkrafti hins nýja. Þorsteini er að vísu greinilega ekki í alla staði ljúft að staldra lengi við á þessum stað, jafn fjölsóttur og hann hefur verið undanfarna áratugi, jafnt í umræðum um módernisma í ljóðagerð sem lausamáli. Leitin að lokaskil- greiningu hins móderna og táknrænu upphafi hins nýja hefur verið ótrúlega fyrirferðarmikill þáttur í umræðum um íslenska nútímaljóðlist og hefur í raun tekið við af ljóðstafakarpi fyrri áratuga. Miklu meiri gleði hefur Þorsteinn af því að reifa skáldskap og skáld- skaparkenningar módernista. Þar er hann í essinu sínu og þar er eftir mestu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.