Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 108

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 108
106 ANNA JÓHANNSDÓTTIR OG ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI landinu og ákveður að selja það og hverfa burt. Hann er sem knúinn áfram af einhverju harðsoðnu raunsæi og segja má að áðurnefndur klofningur eða heimsmyndaskil liggi um hann þveran og jafnframt um titil verksins, Land og synir. Landið er ekki lengur hið sjálfsagða erfðagóss sonanna og því má segja að það sé öfugt formerki í orðinu „og“. Það er líkt og þarna séu dregin skýr mörk, rétt eins og væri raunin um hið hliðstæða orðapar „Borg og feður“. Frá kynjafræðilegum sjónarhóli má raunar spyrja hvað það merki þá að Margrét ástmær Einars, bóndadóttir af næsta bæ, mætir ekki í rútuna og verður eftir í sveitinni. Hér vinnur Indriði, að hefðbundnum hætti, með hliðstæður landsins og kvenleikans, enda segir Einar í síðasta samtali sínu við Margréti að hún sé héraðið og fegurð þess. Ljóst er að í bland við tómleikakenndina er sá bónda- sonur, sem fer burt í rútunni, drekkhlaðinn landinu sem hann yfirgefur. Landslagið í stofunni -fögur er hlíðin Landslagsmálverk prýða stofur ótal íslenskra heimila og þau má einnig sjá víða á almannavettvangi, á veggjum stofnana og fyrirtækja. Oftar en ekki er um að ræða eftirmyndir, misraunsæjar, af ákveðnum stöðum í íslenskri sveit eða íslenskri náttúru, eða a.m.k. landslag sem ber, eða virðist bera, íslenskt svipmót. Slík landslagsverk leika umtalsvert hlutverk í sambandi íslendinga, og þá ekki síst íbúa í þéttbýli, við náttúru landsins. í myndverkunum eignast þeir vissan aðgang að þessari náttúru. Þegar slíkum verkum er búinn veglegur sess í stofum einkaheimila verða þær jafnvel að einskonar íslenskri „helgimynd" sem birtir stolt íbúa yfir eigin heimili og endurspeglar virðingu fyrir listaverkinu sem hengt hefur verið upp í stofunni, eða að minnsta kosti virðingu fyrir myndefninu, sem tengist oftar en ekki gamalgróinni ást á landinu. Myndin hér á eftir (mynd 1) - sem sjá má í lit ásamt öðrum ljósmyndum á sérstökum myndasíðum næst á eftir blaðsíðu 112 - er stofustáss á heimili aldraðrar konu í Reykjavík. Myndina málaði nágranni hennar, Magnús Jónsson, guðfræðiprófessor og ötull áhugalistmálari, og sýnir hún sveitabæinn þar sem konan fæddist og ólst upp þar til hún giftist og flutti ásamt eiginmanni sínum í virðulegt hverfi í höfuðborginni. Eigandi verksins komst svo að orði: „Ég nefndi það við frúna hvað það væri nú gaman ef pró- fessorinn málaði mynd af heimasveitinni minni. Tveimur dögum síðar var hann mættur með hálfblauta myndina og það má þekkja hverja þúfu á fjallinu“.4 Myndin er öðrum þræði einskonar gluggi þar sem sést yfir í heim átthaga og bernskuslóða, en jafnframt verður eftirmynd þessa lykilstaðar hluti af umgjörð og rými heimilisins, hluti af þeim stað sem heimilið er í rúmi og tíma. Ekki er erfitt að ímynda sér einhvern líta á myndina og hugsa eitthvað í ætt við „fögur er hlíðin“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.