Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 156

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 156
150 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI hann samdi ævisögu hans sem kom út 1960. Má heita að ritið sem nú kemur út sé afrakstur fimm áratuga rannsókna Einars á Jóni og störfum hans. Velta má því fyrir sér hvort ástæða sé til að endurmeta hlutverk Jóns Guðmundssonar í íslenskri sjálfstæðisbaráttu eða jafnvel skýra það betur. Enginn efast um að Jón Sigurðsson hafi leitt þá baráttu en hver var þá staða mannsins sem gekk næstur honum? Hversu miklu máli skipti það að annar af leiðtogum íslenskra þjóðfrelsismanna bjó í Reykjavík en hinn í Kaupmannahöfn? Jón Sigurðsson hélt því eitt sinn fram að „gyllingin“ myndi fara af honum ef hann væri búsettur á Islandi og „væri mengaður við daglegt slabb og quereleas þeirra Reykvíkinga“ (Minningarrit aldarafmœlis Jóns Sigurðssonar, bls. 172). Urðu það e.t.v. örlög Jóns Guðmundssonar? „Vona mikils afframtíðinni“ Afskipti Jóns Guðmundssonar af stjórnmálum hófust þegar alþingi var stofnað 1845 og hann var kjörinn þingmaður Skaftfellinga. Jón var fædd- ur í Reykjavík og hafði gengið í Bessastaðaskóla en var árið 1837 gerður að klausturhaldara Kirkjubæjarklausturs og umboðsmanni konungsjarða í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón Guðmundsson bjó í Skaftafellssýslu í áratug en þaðan flutti hann til Reykjavíkur árið 1847 og varð fyrst aðstoðarmaður landfógeta, en dvaldi í Kaupmannahöfn 1848-1849 til að nema dönsk lög. í kjölfarið var hann settur sýslumaður Skaftfellinga, með aðsetur í Vík, en fór aftur til náms í Kaupmannahöfn 1850-1851. A þessum árum var Jón því á faraldsfæti og rás atburða gerði það að verkum að líf hans tók aðra stefnu en við var að búast. Kaupmannahafnardvölin markaði tímamót í lífi Jóns Guðmundssonar. Veturinn 1848-1849 var hann einn af fimm fulltrúum íslendinga á danska stjórnlagaþinginu og starfaði náið með Jóni Sigurðssyni. Síðan voru þeir nafnar saman í Kaupmannahöfn annan vetur og þar mótaðist sú stefna sem íslendingar tóku á þjóðfundinum í Reykjavík sumarið 1851. Návistir við Jón Sigurðsson á mikilvægum stundum áttu eflaust þátt í því að Jón Guðmundsson varð einn af leiðtogum fslendinga í sjálfstæðismálinu. En hann átti töluvert frumkvæði að því sjálfur að hrinda málinu af stað, enda vænti hann „mikils af framtíðinni og uppvaxandi kynslóð lærðra manna“ (Einar Laxness, Jón Guðmundsson alþingismaður og ritstjóri, bls. 48). Sumarið 1848 stóð Jón Guðmundsson fyrir því að haldinn var almennur fund- ur á Þingvöllum, þar sem samin var bænaskrá til konungs um stjórnskipunar- málið. í fyrsta sinn í margar aldir fór fram pólitísk fjöldasamkoma á íslandi. A Þingvallafundinum komu fram róttækar tillögur. Farið var fram á að íslendingar fengju eigið þjóðþing eins og Danir og kysu fulltrúa eftir frjáls-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.