Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 146

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 146
140 GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR ANDVARI kona hefur sýnt, og það er allrar viðurkenningar og virðingarvert.“ (Alþ.t. 1891, B. Dálkur 1126) Styrkveitingin mæltist illa fyrir af mörgum og var lækkuð um helming tveimur árum síðar og kölluð ekkjustyrkur. Síðustu árin sem Torfhildur lifði bjó hún á Ingólfsstræti 18 með ráðskonu sinni, Kristínu Björnsdóttur. Torfhildur lést úr spænsku veikinni 14. nóv- ember 1918, 73 ára að aldri. Hún fékk legstað í Hólavallakirkjugarði. í minn- ingargrein, sem birtist í 19.júní 1918 segir: „Ég veit ekki hvort þeirri kynslóð er sjónarvottur var að starfi hennar er ljóst hve þungur steinninn var, er hún velti.“ Þótt bækur Torfhildar sættu misjöfnum dómum voru þær mikið lesnar. Þannig segir frá því í ævisögu Sigurbjörns Einarssonar biskups að hann las ungur sögur hennar með áfergju: „Þær orkuðu sterkt og jákvætt á barnshug- ann, örvuðu hugarflugið, ýttu undir athafnaþörfina. Brynjólfur biskup og Jón Vídalín urðu fyrirferðarmiklir í dagdraumum hans. Sömuleiðis Skálholt sögunnar.“ Upphaf sögulegu skáldsögunnar Brautryðjandi sögulegu skáldsögunnar var Skotinn Walter Scott með Waver- ley árið 1814. I Hugtök og heiti í bókmenntafræöi er skilgreining á sögulegu skáldsögunni eftirfarandi: „Skáldsaga sem lýsir atburðum og persónum á fyrri tímum og endurskapar sögulegt baksvið þeirra.“ Síðan er fjallað um ýmis vandamál sem skilgreiningin tekur ekki til. Má þar nefna sem dæmi Islandsklukku Halldórs Laxness þar sem höfundur dulbýr og hagræðir sögu- legum staðreyndum undir lögmál verksins. Ennfremur má skoða marga aðra þætti, eins og hversu fjarri sögutíma sagan er rituð, hversu margar persónur eru sögulegar, aðal- eða aukapersónur, og hvaða áherslu höfundur leggur á lýsingu sögusviðs. Eitt markmið hinnar nýju kvennahreyfingar var að draga fram í dags- ljósið gleymda kvenrithöfunda. Árið 2002 birtist í tímaritinu Sögu vönduð umfjöllun Helgu Kress um Halldór Laxness og Torfhildi Hólm sem hún kallar „Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellingar“. Einkum ber hún saman Islandsklukkuna eftir Laxness og Jón biskup Vídalín eftir Torfhildi. Áður hafði Eiríkur Jónsson drepið á það efni í riti sínu Rætur íslandsklukkunnar, 1981. Helga segir m.a. í grein sinni að ástarsambandið, sem sé einn megin- þráður íslandsklukkunnar, sé búinn til af Torfhildi, hinum forsmáða og gleymda kvenrithöfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.