Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 93

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 93
GUÐMUNDUR ANDRl THORSSON Hann kvaðst á við fjandann Hugleiðingar kringum Stein Steinarr i Steinn Steinarr gat trútt um talað þegar hann kvartaði um að lífsháskann vantaði í ljóð ungu skáldanna í viðtali við Birtingsmenn árið 1955: Hann kvaðst á við fjandann.1 Ferö án fyrirheits kom fyrst út árið 1942 og síðar sendi hann frá sér aukna og endurbætta útgáfu sem hafði í raun að geyma úrval ljóða hans. Þótt Steinn lifði til ársins 1958 varð þetta síðasta eiginlega ljóðabók hans - síðasta bókin þar sem safnað er saman ljóðum af ýmsu tagi og þau látin kallast á með óbeinum hætti, laustengd. Ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið kom á bók 1948 og hafði að einkunnarorðum að ljóð skyldu ekki merkja neitt heldur vera - ljóðin eru samkvæmt því sjálfstæður veruleiki sem okkur býðst að ganga inn í og njóta en sé ætlunin að leita merkingar er verið að fara í ljóðhús að leita predikunar. Sérhver tilraun til túlkunar er samkvæmt þessum hugsunarhætti þýðing á nýtt tungumál, og þar með fölsun. Hvernig svo sem túlkunarmögu- leikum kann að vera háttað á þeim orða- og rímballett sem Tíminn og vatnið er má ef til vill segja að þar hafi skáldið horfið inn í ljóð sitt þegar það var loks fullskapað og fagurt.2 En áður hafði hann sem sé kveðist á við fjandann. í niðurlagi bókarinnar Ferðar án fyrirheits víkur hann að því hlutskipti sínu þegar hann stígur fram í lokin í ljóðinu Undirskrift og ávarpar lesendur sína líkt og leikari eftir sýn- ingu í epísku leikhúsi sem afklæðist gervinu og gerir grein fyrir sjálfum sér og jafnvel því hvaða ályktanir má draga af því sem á undan er gengið. Ljóðið hefst á sposkri hlédrægni. Steini var í ljóðum sínum tíðrætt um það hversu lítils álits skáldskapur hans nyti meðal þjóðarinnar - og á honum að skilja að það væri að verðleikum - en hér minnir hann eiginlega fremur á stoltar hús- mæður fyrri tíma sem sögðu gjarnan „fyrirgefiði hvað þetta ómerkilegt" um krásirnar sem bornar voru á borð; segist ekkert frekar hafa að segja lesendum þessarar bókar „ef einhverjir eru“; hér sé hann sjálfur og þetta sé „allur minn auður“ / hið eina sem ég hef að bjóða lifandi og dauður“. Því næst víkur hann að sérstöðu sinni í samfélaginu og segist vita að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.