Andvari - 01.01.2008, Síða 108
106
ANNA JÓHANNSDÓTTIR OG ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
landinu og ákveður að selja það og hverfa burt. Hann er sem knúinn áfram
af einhverju harðsoðnu raunsæi og segja má að áðurnefndur klofningur eða
heimsmyndaskil liggi um hann þveran og jafnframt um titil verksins, Land og
synir. Landið er ekki lengur hið sjálfsagða erfðagóss sonanna og því má segja
að það sé öfugt formerki í orðinu „og“. Það er líkt og þarna séu dregin skýr
mörk, rétt eins og væri raunin um hið hliðstæða orðapar „Borg og feður“. Frá
kynjafræðilegum sjónarhóli má raunar spyrja hvað það merki þá að Margrét
ástmær Einars, bóndadóttir af næsta bæ, mætir ekki í rútuna og verður eftir í
sveitinni. Hér vinnur Indriði, að hefðbundnum hætti, með hliðstæður landsins
og kvenleikans, enda segir Einar í síðasta samtali sínu við Margréti að hún sé
héraðið og fegurð þess. Ljóst er að í bland við tómleikakenndina er sá bónda-
sonur, sem fer burt í rútunni, drekkhlaðinn landinu sem hann yfirgefur.
Landslagið í stofunni -fögur er hlíðin
Landslagsmálverk prýða stofur ótal íslenskra heimila og þau má einnig sjá
víða á almannavettvangi, á veggjum stofnana og fyrirtækja. Oftar en ekki er
um að ræða eftirmyndir, misraunsæjar, af ákveðnum stöðum í íslenskri sveit
eða íslenskri náttúru, eða a.m.k. landslag sem ber, eða virðist bera, íslenskt
svipmót. Slík landslagsverk leika umtalsvert hlutverk í sambandi íslendinga,
og þá ekki síst íbúa í þéttbýli, við náttúru landsins. í myndverkunum eignast
þeir vissan aðgang að þessari náttúru.
Þegar slíkum verkum er búinn veglegur sess í stofum einkaheimila verða
þær jafnvel að einskonar íslenskri „helgimynd" sem birtir stolt íbúa yfir eigin
heimili og endurspeglar virðingu fyrir listaverkinu sem hengt hefur verið upp í
stofunni, eða að minnsta kosti virðingu fyrir myndefninu, sem tengist oftar en
ekki gamalgróinni ást á landinu. Myndin hér á eftir (mynd 1) - sem sjá má í lit
ásamt öðrum ljósmyndum á sérstökum myndasíðum næst á eftir blaðsíðu 112
- er stofustáss á heimili aldraðrar konu í Reykjavík. Myndina málaði nágranni
hennar, Magnús Jónsson, guðfræðiprófessor og ötull áhugalistmálari, og sýnir
hún sveitabæinn þar sem konan fæddist og ólst upp þar til hún giftist og flutti
ásamt eiginmanni sínum í virðulegt hverfi í höfuðborginni. Eigandi verksins
komst svo að orði: „Ég nefndi það við frúna hvað það væri nú gaman ef pró-
fessorinn málaði mynd af heimasveitinni minni. Tveimur dögum síðar var hann
mættur með hálfblauta myndina og það má þekkja hverja þúfu á fjallinu“.4
Myndin er öðrum þræði einskonar gluggi þar sem sést yfir í heim átthaga
og bernskuslóða, en jafnframt verður eftirmynd þessa lykilstaðar hluti af
umgjörð og rými heimilisins, hluti af þeim stað sem heimilið er í rúmi og
tíma. Ekki er erfitt að ímynda sér einhvern líta á myndina og hugsa eitthvað
í ætt við „fögur er hlíðin“.