Menntamál - 01.04.1967, Síða 7
MENNTAMÁL
XL. 1
] ANÚAR—APRÍL
1967
NÝ VIÐHORF
Við lifum á undursamlegum timum, timum svo örrar
menningarpróunar, að á einu ári berst á fjörur okkar meira
magn nýrrar þekkmgar en fyrri tiðar menn gátu orðið sér
úti um á lieilli öld.
í gamla daga liéldu menningaverðmœtin óbreyttu gildi
sínu kynslóðum saman, en um þessar mundir er flesl á
hverfanda hveli.; margt það, sem talið var gott og gilt i.
gœr, reynist rangt eða úrelt í dag.
Slíkir tírnar gera strangar kröfur um sveigjanleika og að-
lögunarhæfni lil einstaklinga og félagsheilda. Engri stofn-
un samfélagsins riður þó eins mikið á að hlýðnast kalli tim-
ans og skólanum, enda veldur kyrrstaða þar óðar en varir
kyrkingi á öðrum sviðum þjóðlífsins.
Það er mála sannast, að á sviði skólamálanna er þörf alls
herjar endurmats og nýsköjrunar; hvert sem litið er í skóla-
kerfinu blasa verkefnm við sjónum: Skólaskyldu þarf að
lengja og endurskoða tengsl milli skólastiga, kasta burt ur-
ellu efni til að rýma fyrir nauðsynlegri endurnýjun frá
nýjum þekkingarsviðum, leggja fyrir róða hefðbundnar
kennsluaðferðir og röng námsvinnubrögð, en taka i stað-
inn mið af niðurstöðum nútima upþeldisvisinda og kennslu-
frœði. Á öllum skólastigum — allt neðan frá smábarnaskól-
anum og upp i háskólann — er þörf skiþulagsbreytinga,
sem taka ekki aðeins til stjórnunarstarfa, vinnutilhögunar
og menntunar starfsliðs, heldur einnig skólabygginga,
kennslugagna og annars útbúnaðar.
En þetta krefst árceðis — og kostar að sjálfsögðu mikið
fé; þar er ekki aðeins höfðað til þekkingar og atorku skóla-
manna, lieldur og skilnings stjórnmálamanna og alls al-
mennings á þeim sannindum, að engin fjárfesting borgi
sig betur, ekkert fyrirlæki sé arðbœrara en skólinn.