Menntamál - 01.04.1967, Page 20

Menntamál - 01.04.1967, Page 20
14 MENNTAMÁL seni verður konungsvegur til félagslegs frama og valda. Hinum nýja tilgangi háskólamenntar þjóna menntaleið- irnar að þessu marki: menntaskólarnir, sem stofnsettir eru að miklu leyti sem forskólar fyrir háskólana sjálfa, oft í beinu sambandi við þá og undir þeirra kröfum. Þjóðfélög höfðu til þessa ekki ráð á að mennta nema smáhóp manna til háskólaframa. Þessir menn voru yfir- leitt „heimspekingar", utan verka og framleiðslu. En nú bregður svo við, að hlutföllin snúast við. Ekkert þjóðfélag hefur lengur ráð á að mennta ekki þegna sína eins vel og auðið er. Að svo stöddu merkir þetta lögmál: að mennta sem flesta eins lengi og auðið er. Menntabylting siglir í kjölfar iðnbyltingarinnar. Fjárfesting samfélagsins í at- vinnutækjum og endurnýjun þeirra leiðir til fjárfestingar samfélagsins í endurnýjunarkerfinu sjálfu, í þeim þáttum, sem l)era uppi æ flóknara kerfi auðæfasköpunar. Æ fleiri menntaðra manna er þörf til að sinna æ hrað- og stórvirk- ari breytingum á atvinnukerfinu, vinnu og vélum, áætlana- gerð og útreikningum, endurnýjun og nýsköpun. íðnvætt þjóðfélag breytir sjálfu sér í stöðugri þróun þeirra kosta, sem fyrir eru: vísindi, tækni og menntunin sjálf verða að hagafli, að framleiðsluþætti sem er skilyrði allrar annarrar framleiðslu. Hér er farið fljótt ylir sögu: llm leið og menntun í víðum skilningi orðsins verður að nauðsynlegu skilyrði hagrænnar og félagslegrar framvindu, lendir menntakerfið, sem byggist á hinni gömlu þrískipt- ingu mennta og stétta, í mótsögn við þessa þróun. Eélags- leg og sögideg hefð skólakerfisins reynist hemill á fram- vindu, sem óhjákvæmilega myndi leiða til inngöngu æ fleiri nemenda í menntakerfi, er sæi þeim fyrir lengri og fjölbreyttari menntaleiðum — eins og félagslega og hag- ræna nauðsyn ber til. Samfélög nútímans þurfa á æ fleiri menntuðum mönn- um að halda. Skólakerfi þeirra hneigjast til að draga úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.