Menntamál - 01.04.1967, Page 36

Menntamál - 01.04.1967, Page 36
30 MENNTAMÁL ákveðinn próftíma. (Þetta er ein orsökin til þess, að Bretar ern í óðaönn að leggja niður bekkjakerfi sitt [streaming] og taka upp umfangskerfi [comprehensive system] í staðinn og gera ráð fyrir einstakiingsferlum [setting], er miðast við framfaramöguleika í einstökum greinum til skamms tíma. Börn ganga þá ekki í A, B eða C bekki, heldur í A, B eða C hóp í ákveðnu fagi til ákveðins tíma, ef svo má að orði kveða). Sennilega yrði að nota lesgreinarnar, hin lilutstæðu fög, sem opna umheiminn, til þcss að kenna börnunum að koma umheiminum í orð. Hversu má það vera, að tungutakið er háð uppvaxtarskil- yrðum barns? Hvernig stendur á því, að tungutakið skilur stéttirnar kannske meira að en kaup föðurins? Ef það er tungan, sem skiptir stéttum, er það víst orðið, að stéttskipt- ing þýðir annað og meira en álitið liefur verið. Lýðræði og jafnræði milli manna er þá háð öðrum takmörkunum að svo stöddu en oft er haldið fram. Menntun manna og skóla- göngukostir eru þá bæði orsök og afleiðing skiptingar í mennta-, uppeldis- og hagstéttir. Þessu verður ekki breytt með því einu að veita öllum sama rétt til kosninga eða form- legt jafnrétti gagnvart skólunum, t. d. með landsprófi, vegna ]ress að allar slíkar stofnanir hljóta þá að dæma menn úr leik einmitt fyrir þau skilyrði, sem þeir hafa vaxið upp við. Fyrir félagsfræðinga er þetta mikilvægt umhugsunarefni. Það sýnir, að hinar formlegu leiðir, sem farnar hafa verið, eru ekki greiðfærar til lýðræðis. Lýðræði verður ekki virkt, fyrr en i'arið er að hlúa að rótum þess í hugarfari, lunderni og málfari þeirra, sem kosta lýðræðisins eiga að njóta. Hvað hefur orðið til þess að valda þessum stéttamun á tungutakinu? Bernstein tók að rannsaka heimahúsin til að forvitnast um, hvernig talað var innan fjölskyldunnar. Þá verður hann þess vísari, að ólíkir hættir eru á samskipt- um milli foreldra og barna í lágstétt og miðstétt. Bernstein lýsir því með dæmum, sem ég tek upp eftir honum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.