Menntamál - 01.04.1967, Síða 40

Menntamál - 01.04.1967, Síða 40
34 MENNTAMÁL Ég gæti trúað því, að mörgum þætti þetta vera fjarlæg vísindi og lítið eiga við staðhætti orðgnóttarþjóðlélags eins og hins íslenzka. En eru það ekki frekar menningarviðhorf- in, sem við höfum alizt upp við í æsku heldur en reynsla dagsins í dag, sem bregður upp fyrir okkur mynd þjóðfélags, sem í raun réttri er að hverfa á braut fyrir öðru þjóðfélagi orðsnauðara? Hér skal fara fljótt yfir sögu. Bændaþjóðfélagið er staðfestuþjóðfélag, sem byggist á fjölskyldumennt. Fjölskyldumenntin einkennist af því, að framleiðsla og neyzla er í sömu höndum; bóndinn og fjöl- skylda hans framleiðir að mestu það sem til framfærslu þarf, og fjölskyldan neytir þess í sameiningu. Viiruskipti ráða samskiptum framleiðslu- og neyzluaðila, jregar um tvo aðila er að ræða, en ekki hin óhlutstæðu skipti á vöru og fé, sem leiða manninn út úr hinu þrönga sambandi, er einkennir bændaþjóðfélög. Fjölskylduskipan framleiðslu og neyzlu í bændaþjóðfélaginu verður tiþ þess, að fjölskyldan er um leið vinnueining þjóðfélagsins. Börn, sem alast upp við slíka þjóðfélagshætti, sjá í kringum sig samsvörun orða og verka. Þegar bóndinn slær túnið, stendur barnið hjá og horfir á. Það veit, hvaða orsakir eru fyrir því, að hann slær, og hvaða afleiðingar hljótast af því. Ef illa viðrar, þá verð- ur ekki slegið, eða heyin lirekjast og féð verður heyvana og elst illa. Barnið kemst að raun um ákveðin orsakasambönd af því einu að lifa með fjölskyldu sinni og sjá verkin allt í kringum sig: verkahringur bóndans er gagnsær fyrir barn- ið og orðheimur þess samsvarar þessurn verkheimi. Gagn- sætt er milli verka og orða, ef svo má að orði kveða. Allt, sem íaðir eða móðir, bóndi og húsfreyja hans, segja við barnið, er byggt á skiljanlegum staðreyndum. Ff barnið á að sækja hrossin, þó í vondu veðri sé, þá verður það skilið, vegna þess að orsakir og afleiðingar eru „gagnsæjar". Það þarf að sækja kýrnar, það verður að moka flórinn, það Jrarf að slá þýfið, það verður að raka ljána. Vinna er sjálfsögð og veröldin samfelld. Fátt í þessum heimi er órætt fyrir barnið;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.