Menntamál - 01.04.1967, Page 81
MENNTAMAL
75
skólann skapaðist aðstaða þar, sem vel mætti nota á sumrin
og haustin til slíkra kennaranámskeiða.
Lokaorð.
Vísindi, tækni og almenn menntun eru meginundir-
staða hins hraða hagvaxtar allra tækniþjóða. Auk þess er
vaxandi þörf fyrir hvern einstakling hins tæknivædda þjóð-
félags að bera nokkurt skyn á raunvísindi, til að hann geti
skilið það þjóðfélag, sem hann lifir í. Skólar liafa því svo
miklu víðtækara verkefni að sinna en áður. Hinar breyttu
þjóðfélagsaðstæður gera allt aðrar kröfur til skólanna en
áður. íslenzkir skólar eru nú rétt að byrja á því að laga sig
að hinum breyttu aðstæðum. í eðlisfræðikennslunni bíður
brýnt verkefni lausnar.
Vandi eðlisfræðikennslunnar hefur verið neddur, og
bent hefur verið á hugsanlega leið til að leysa þennan
vanda. Hann leysist hvorki sjálfkrafa né af endurbótavið-
leitni einstakra kennara. Það þarf skipulegt átak til að
koma eðlisfræðikennslunni í viðunandi horf. Eðlilega hlýt-
ur það að kosta töluvert fé.
Er það tillaga mín, að um fimm milljónum króna verði
varið á næstu 3—4 árunr til að skapa nýtt námsefni í eðlis-
iræði fyrir gagnfræðaskóla. Þetta er svipuð upphæð og við
eyðum nú árlega í eðlisfræðikennslu gagnfræðaskólanna,
sem varla er nema hálft gagn að með núverandi námsefni.
Síldarútvegsmenn okkar hafa ekki hikað við að fá sér dýpri
síldarnætur, fullkomnari fiskileitartæki, öflugri kraftblakk-
ir. Væri litið á skóla okkar með jafn lifandi og raunsæju
mati þyri'ti varla að bíða lengi endurbóta.
Tilvitnanir:
1) Teaching of Physics. Organisation for Economic Co-operation and
Development.
2) High Scool Biology. Students manual. Utgefandi: Rand McNally
Comp.
3) Physics. Physical Science Study Committee. Útgefandi: D. C. Heath
and Co. Boston.