Skírnir - 01.01.1922, Page 9
2
Þorvaldur Thoroddsen.
[Sklrnir
fá allar ráðgátur ráðnar. Þorvaldur svaraði þessu öllu
með stillingu og þolinmæði, og þó jeg fengi ekki allar
ráðgáturnar ráðnar, var jeg ánægður með svörin. Jeg var
þá farinn að safna jurtum og nafngreindi þær eftir Grön-
lunda Islands Floru. Þegar jeg komst í hann krappan
að finna hið rjetta nafn fór jeg til Þorvalds og var hann
þá ávalt boðinn og búinn til hjálpar. Hann vakti áhuga
minn á grasafræði með ýmsu móti og lánaði rajer nátt-
úrufræðisbækur til lestrar úr sínu eigin bókasafni. Stund-
um sagði hann frá ýmsum nýjungum, sem hann hafði
leitt í ljós á ferðum sínum, og var yndi á það að hlýða.
Maðurinn og málefnið virtist samgróið, framsetningin svo
Ijós og ]jett, að alt var auðskilið.
Þorvaldur sýndi ekki eins mikið af náttúrugripum í
kenslustundum eins og nú er gjört, en þrátt fyrir það er
mjer víst óhætt að fullyrða að við vissum fult eins mikið
þá eins og nú gjörist, þegar öllu er á botninn hvolft.
Þorvaldur fluttist til Kaupmannabafnar 1895 og bjó
þar 8íðan til dauðadags. Hann var hinn siðasti forseti
Kaupmannahafnardeildar Bókmentafjelagsins. Var hann
mótsnúinn heimflutningi deildarinnar, og það hygg jeg og,
að affarasælla hefði verið að deildin hefði verið i Kaup-
mannahöfn, að minsta kosti um hans daga.
Þorvaldur var giftur Þóru dóttur Pjeturs biskups.
Áttu þau eina dóttur. Þorvaldur hafði eignast dóttur fyrir
norðan áður en hann giftist. Hann hafði mist báðar dæt-
ur sínar og konu sína, og var þvi einmana síðustu árin.
Þorvaldur var alstaðar mikils metinn. Var því viö
brugðið, hve skemtilegur hann var og ræðinn og alúðleg-
ur við alla. Hann hafði fengið viðurkenningu fyrir vís-
indastörf sín úr ýmsum áttum og skal jeg aðeins nefna
það tvent, sem mjer þykir mest vert: að Kaupmanna-
hafnarháskóli gerði hann að heiðursdoktor og að alþingið
veitti honum heiðurslaun.
Þorvaldur andaðist 28. september 1921.