Skírnir - 01.01.1922, Page 10
Sklrnir]
Þorvaldnr Thoroddsen.
II
Það er ekki svo auðvelt að lýsa í stuttu máli nátt-
úrufræðisrannsóknum Þorvalds Thoroddsens. Hjer verður
því aðeins drepið á hið helsta, þótt rannsóknir hans sje
bæði margar og merkilegar. Sjálfur hefir hann getið
þessara rannsókna sinna ítarlega í hinum mörgu og merki-
legu ritum sínum. I Ferðabókinni gerir hann að slðustu
grein fyrir hverju hann hefir aukið við þekkingu vora i
landafræði og náttúrufræði Islands. Þar er og skrá yflr
öll rit hans. Það var happ mikið, að Þorvaldi skyldi
auðnast að vinna “svo vel úr athugunum sínum og rita
hinar merkilegu bækur um landafræði og náttúrufræði
íslands fyrrum og nú. Má eflaust telja, að hann mundi
tæplega hafa lokið hinu mikilsverða æfistarfi, ef hann
hefði ekki bvo snemma fengið lausn frá kennarastöðunni
og á þann hátt 'næði til [ritstarfa. Ef til vill hefðu þá
sumar athuganir hans sætt sömu örlögum og athuganir
Sveins Pálssonar og Jónasar Hallgrímssonar, og fengið að
hvíla sig árum og öldum saman i ryki bókasafnanna. Það
er heppilegast að hver og einn riti sjálfur um sínar eigin
athuganir, því að 'öllum öðrum^er hulinn leyndardómur
alt hið marga og mikla, sem mætti skoða sem það væri
ritað milli línanna með dularbleki. Náttúrufræði íslands
raátti að mörgu leyti skoða sem óplægðan akur, þegar
Þorvaldur kom til sögunnar. Á því sviði hefir hann
unnið hið mesta þrekvirki, eins og kunnugt er.
Snemma beygist krókurinn að þvi, sem verða vill,
segir gamalt máltæki. Þorvaldur var barnrað aldri, er
hann byrjaði sjálfstæðar athuganir. Meðan hann var á
Leirá var hann byrjaður að athuga blómgunartíma jurta1.
I skóla lagði hann afarmikla stund á”náttúrufræði og'var
þar fremstur fjelaga sinna. Var hann þá þegar farinn
að safna saman sögulegum og náttúrufræðislegum skil-
1) Eftir iögn Magnúiar Helgasonar, skólastjóra.
1*