Skírnir - 01.01.1922, Page 11
4 Þorvaldur Thoroddsen. [Skirnir
rikjura um ísland. Blóragunartíma jurta virðist hann hafa
athugað árlega í skóla.
Rannsókn hans á náttúru landsins byrjar fyrst fyrir
alvöru, er hann er kominn heim aftur frá Kaupmanna-
höfn og tekinn að kenna. Á Hafnarárum sínum hafði
hann þó tekið þátt í leiðangri Johnstrups tii Mý^atns.
ísland er eitthvert hið besta land fyrir náttúrufræðinga,
því að verkefni eru óþrjótandi. Þótt mikið haii gjört
verið og margt sje gjört nú á dögum, þá er þó mest eftir
ógjört. Og þegar Þorvaldur kom fram á sjónarsviðið,
var þekking marina á landinu og náttúru þess mjög svo
lítil. Stór svæði voru með öllu ókunn, einkum á hálend-
inu og sumstaðar á útkjálkum. Jarðfræði landsins var
að vísu að nokkru kunn, en öil var sú þekking í molum.
í heild sinni var jarðfræði landsins ókunn.
Til þess að fá ljóst yfirlit yfir landslag og jarðfræði
landsins var nauðsynlegt að sjá sem mest af yfirborði
þess, eða, með öðrum orðum, ferðalög voru óumfiýjanleg.
Ferðalög hjer á landi eru oft allerfið og reynir þá oft
á snarræði og dugnað; einkum eru óbygðir og öræfi oft
full af torfærum. Leiðir Þorvaldar lágu mest um óbygð-
ir. Fór hann venjulegast með allmarga hesta, þvi að
mikið þurfti að flytja, bæði verkfæri, vistir og söfn. I
óbygðum lá hann úti og svaf í tjaldi. ögmundur Sig-
urðsson skólastjóri í Hafnarfirði var fylgdarmaður hans á
öllum ferðunum nema einni (1890). Hælir Þorvaldur hon-
um fyrir dugnað og segir, að hann hafi átt mikinn þátt í
hve vel ferðirnar tókust.
Ferðir Þorvalds byrja 1881. Þá fer hann landveg
frá Akureyri til Revkjavíkur, kringum Þingvallavatn um
ölfus, Grafning og Grímsnes. Næsta ár 1882 fer hann
af stað i lok júnimánaðar og ferðast um Suður-Þingeyjar-
sýslu og Múlasýslur. Ferð þeirri lauk 10. september.
1883 fór hann um Reykjanesskaga og Borgarfjörð. 1884
fór hann til Grímseyjar, og síðan um Mývatnssveit, Keldu-
hverfi og Ódáðahraun. 1885 fór hann smáferðir í grend
við Reykjavik og Akureyri; 1886 fór hann um Barða-