Skírnir - 01.01.1922, Page 13
t> Þorvaldur Thoroddsen. [Skírnir
mjer nægja að nefna sem dæmi hálendið fram með Vatna-
jökli saðvestanverðum milli Þjórsár á Sprengisandi og
Skeiðarár. Um þetta svæði höfðu fáir farið, og víða hafði
ekki menskur maður áður fæti stigið. Upptök ánna all-
flestra voru ókunu. Hin svonefndu Fiskivötn eða Veiði-
vötn, milli Vatnajökuls og Þjórsár, voru að vísu kunn
bygðamönnum í nágrenninu, en hugmynd manna um
stærð og afstöðu vatnanna var mjög óljós. Engum datt
í hug að hjer væri vatn (Þórisvatn), sem telja mætti
meðal stærstu vatna á Islandi. Þorvaldur rannsakaði
vötn þessi í fyrsta sinn og bjó til uppdrátt af; þar fann
hann og óþektan fjallgarð, er hann nefndi Uamelsfjöll.
Hann fann þar fyrstur manna upptök Tungnaár, Skaptár
og Hverflsfljóts, og lagfærði stefnu þeirra hið efra á upp-
drættinum. Sje uppdráttur Þorvalds borinn saman við
uppdrátt Björns Gunnlaugssonar sjest best, hve mikill
munurinn er á Veiðivatnasvæðinu. Norðurhlið Vatnajök-
uls er og allmikið breytt á uppdrætti Þorvalds, og sama
er að segja um rensli ánna og öræfln þar norður af.
Hæðamælingar hefir Þorvaldur gjört æðimargar víðs-
vegar um landið, og þó einkum á hálendinu.
A sviði náttúrufræðinnar hefir hann verið ennþá stór-
virkari. Hann heör fyrstur manna fundið hæð snælín-
unnar í hinum ýmsu hlutum landsins. Nú vitum vjer að
snælínan er hæst um miðbik landsins og lægst nyrðst á
Vestfjörðum. Þorvaldur bætti mjög miklu við þekkingu
vora á jöklunum og útbreiðslu þeirra. Sem dæmi má
taka 8kriðjökla. 1881 hafði verið getið á prenti um 25
skriðjökla, en 1898 voru 139 skriðjöklar þektir. Þorvald-
ur fann fyrstur Dyngjujökul og Eyjarbakkajökul og auð-
vitað fjölda annara smærri skriðjökla, og hefir svo að
segja fyrstur manna útbreitt þekkingu á íslenskum jökl-
um um hinn mentaða heim1. Hann hefir og frætt oss
manna mest um fjalla-, daia- og fjarðamyndun. Hann
1) Ágrip um isl. jökla eftir rannsóknum Þ. hefir verið tekíð í
útlendar handbækur af James Geikie og W. H. Hohbs.