Skírnir - 01.01.1922, Side 14
Sklrnir]
Þorvaldur Thoroddsen.
7
telur líklegt, að dalirnir í blágrýtishjeruðunum sje rniklu
eldri en ísöld. Þorvaldur hefir fyrstur manna athugað
áhrif vinda á bergtegundir hjer á landi og frætt oss um
vindbolla, vindrákir, vindnúna steina o. s. frv. Hann
hefir skýrt oss frá því, hvernig roksandar koma á stað
stórfeldum landlagsbreytingum, hvernig móhellan mynd-
ast af foki úr fjöllunum o. s. frv.
Island er myndað af jarðeldum. Rannsókn eldfjalla
er því nauðsynleg til þess að skilja myndunarsögu lands-
iu8. Þorvaldur hefir og manna mest rannsakað eldfjöllin.
Árið 1882 hafði að eins sex eldfjöllum verið lýst af jarð-
fræðingum, 20 höfðu verið nefnd í útlendum bókum og
um 30 höfðu verið nefnd i íslenskum ritum, en 1898
þektust á landi hjer 130 eldstöðvar (eða eldfjöll). ísland
hefir verið sigjósandi frá því á tertiera tímabilinu, og að-
ferðin við gosin (Ferðabók bls. 183) virðist nokkuð forn-
aldarleg. Því er nefnilega svo háttað, að af þessum 130
eldstöðvum eru um 80 sprungur. Sprungur þessar hafa
ákveðna stefnu. Þær stefna frá norðaustri til suðvesturs
á Suðurlandi, ten hjerumbil frá suðri til norðurs á Norð-
urlandi. Þesskonar sprungugos eins og t. d. Skaftárgosin
(Laki) voru alltíð annarstaðar í heiminum á tertiera tíma-
bilinu, en þekkjast nú að eins frá Islandi. Af sprungun-
um á Islandi er Eldgjá á Skaftártunguafrjetti langmikil-
fenglegust. Hafa mikil hraun runnið úr henni eftir að
land bygðist, og eru til um það óljósar sagnir. Hafa hraun
þessi runnið niður í Álftaver, Meðalland og Landbrot og
breytt þar landslagi afarmikið og líklega fylt upp fjörð
austan við Meðallandið (Ferðabók 187).
Strýtumynduð eldfjöll eru fremur fá á Islandi, en aft-
ur eru þar talsvert margar dyngjur (Havaji-sniðið). Þótt
margar af dyngjunum væru alkunuar, eins og t. d. Skjald-
breiður og Trölladyngja í Ódáðahrauni, datt engum í hug,
að þetta væri eldfjöll áður en Þorvaldur kom til sögunn-
ar. Höfðu þó margir jarðfræðingar farið um landið og
sjeð þessi fjöll. Þetta eldfjallasnið mun ekki finnast í
Norðurálfuuni annarsstaðar en hjer á landi. Rannsóknir