Skírnir - 01.01.1922, Page 15
8
Þorvaldur Thoroddsen.
[Skírnir
Þorvalds á hraunum eru og afarmerkilegar. Hann skifti
þeim í apalhraun og helluhraun. Lýsingar hans á hraun-
unum eru teknar upp í útlendar kenslubækur t. d. Nat*
horst: Jordens Historia.
Samkvæmt rannsóknum Þorvalds má greinilega sjá,
hvernig Island er samsett. Undirstaðan er blágrýti frá
tertiera tímabilinu, um 3000 metra á þykt. Ofan á blá-
grýtinu er móberg um miðbik landsins og ofan á móberg-
inu grágrýtishraun. Hinir stóru flóar (t. d. Faxaflói,
Breiðifjörður o. fl.) eru myndaðir við landsig, og við það
hafa myndast sprungur á landi; þeim sprungum fylgja oft
hverir og laugar. Hinir minni flrðir (t. d. á Vestfjörðum)
eru myndaðir út frá sprungum upprunalega.
Auk þess heflr Þorvaldur safnað steinum og bergteg-
undum um land alt og aukið þekkingu vora á útbreiðslu
þeirra mjög mikið. Um hveri hefir hann gjört raargar
merkilegar athuganir. Margt fleira mætti nefna, en það
yrði oflangt mál í þessu riti.
Að ferðunum loknum gaf hann út stóran uppdrátt af
Islandi, i tveimur blöðum, er sýnir útbreiðslu hinna ýmsu
bergtegunda. I raun og veru má telja það hinn fyrsta
jarðfræðisuppdrátt af landinu, þótt Pajkull hafi stigið þar
fyrsta sporið, því að hans uppdráttur var svo ófullkominn,
eins og vonlegt var á þeim tímum.
Á rannsóknarferðum sínum safnaði Þorvaldur allmiklu
af jurtum og athugaði gróður og gróðrarfjelög, þó einkum
á hálendinu. Á síðari ferðum sínum kveðst hann hafa
hætt að safna jurtum, af því að þá var Stefán Stefánsson
kominn til sögunnar og síðar höfundur þessara lína.
Jurtasöfnun Þorvalds er mjög mikils verð og athuganir
hans um gróður landsins, því að hann heflr safnað mestu
á þeitn svæðum, sem grasafræðingarnir hafa aldrei eða
mjög sjaldan komið á. Mun það sjást þegar gróðurlýs-
ingu landsins er lokið, að Þorvaldur hefir lagt sinn
skerf til hennar. Sjálfur ritaði Þorvaldur lítið um
jurtir, og er það helst að flnna í Botany of