Skírnir - 01.01.1922, Síða 16
Skirnir]
Þorvaldur Thoroddsen.
9'
Iceland1, en safna hans er getið af öðrum svo aem Ström-
felt, Grönlund, Rostrup, Gelert og Ostenfeld og Stefáni,
Stefánssyni (Flora Islands).
Þorvaldur athugaði og ýmislegt um dýr á ferðum
sínum, einkum þó fugla og fuglalífið. Hann safnaði og
bjöllum, kóngulóm, vatnabobbum, landskeljum og stein-
gjörðum skeljum ór Hallbjarnarstaðakambi og víðar.
Þorvaldur hefir ritað afarmikið, og læt jeg mjer nægja
að vísa í Ferðabókina um það efni. Varla er þó mögu*
legt að minnast haris án þess að nefna á nafn þær bæk-
ur, sem maður verður venjulega að hafa fyrir framan sig
á borðinu, ef maður ritar eitthvað um náttúru íslands.
Þessar bækur eru:
Lýsing íslands, Kbh. 1908—1911.
Ferðabókin, skýrslur um rannsóknir á íslandi 1882—
1898, Kbh. 1913—1915.
Landfræðissaga íslands. I. bindi, Rvík 1892—1896;
II.—IV. bindi, Kbh. 1898—1904.
Ennfremur má nefna:
Island. Grundriss der Geographie und Geologie. Mit
4 Karten auf 3 Tafeln und 16 Figuren im Text. Ergán-
zungshefte No 152 und 153 zu »Petermanns Mitteiiungen«,
Gotha 1906.
Uppdráttur íslands gjörður, að fyrirsögn Þorvalds
Thoroddsens 1 : 600000, Kbh. 1900. 2 blöð.
Geological Map of Iceland. Surveyed in the years
1881—1898. Edited by the Carlsberg Fund. Copenhagen
1901. 1:600000. 2 blöð.
Þótt Þorvaldur hefði ekkert annað ritað en þessar
bækur, þá mundu þær þó reynast honum óbrotgjarn
minnisvarði meðan íslensk tunga er töluð og náttúruvís-
indi nokkurs metin.
1) An acconnt of the physical geography of Iceland with specia
reference to the plant life. Copenhagen 1914.