Skírnir - 01.01.1922, Síða 17
10
Þorvaldur Thoroddsen.
[Sklrnir
Þorvald má eflaust telja hinn mesta og frægasta nátt-
úrufræðiug, sem ísland heflr alið, og er nú það skarð
höggvið í hinn fámenna náttúrufræðingahóp þessa lands,
sem seint eða aldrei mun fyllast.
Helgi Jónsson.
III.
Einn þátturinn í hinUm miklu ritstörfura Þorvalds
Tnoroddsens er sagnaritan.
I öllum ritum hans kemur það fram, að hann er bæði
fjölfróður og víðlesinn; bregður og víða fyrir mörgum
sögulegum fróðleik í flestum ritum hans, enda þeim, sem
í heild sinni eru annars eðlis. En yfir ritstörf Þorvalds
öll er ekki auðgert að sjá, því að rit hans og ritgerðir
eru víða dreifð. Tók hann þann hátt upp ungur, þegar
hann var að brjóta sjer veg og viðurkenningu, að koma
ritsmíðum sínum út á sem flestum tungumálum, og því
hjelt hann jafnan síðan. Var þá ekki trútt um, að sum-
um þætti það kenna fordildar, og einhvern tíma var í
því sambandi vitnað í orð sálmaskáldsins:
Það var skrifað og þannig skráð
á þrennslags tungumáli.
Þó var hjer alls ekki um fordild eina að ræða. Bæði var
Þorvaldi sjálfum gagn og ánægja að þessu, og sómi um
leið — og það er engin fordild að vilja sóma sinn —, og
ekki átti það að skaða, að land og þjóð yrði sem víð-
kunnast á hæfilegan ;hátt, og að því hafa rit hans rajög
stutt. En i þeim enum útlendu ritum hans má ætla, að
ekki sje neins sögulegs efnis að leita, er bygt sje á öðr-
um eða víðtækari rannsóknum en felast í þeim ritum
hans, er oss eru hendi nær. Mun því einhlítt að halda
sjer til þeirra.
Hið fyrsta rit hans sögulegs efnis, sem á prenti birt-
ist, mun vera Udsigt over de islandske Vulkaners Historíe,