Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 18
Skivnir]
Þorvaldur Tlioroddsen.
11
aem út kom i Kaupmannahöfn 1882, með uppdráttum og
stuttu yfirliti á frakknesku. Um rit þetta er ekki annað
að segja en það, að það er ágrip eða öllu heldur safn til
ágrips af eldfjallasögu landsins, en engan veginn tæmandi
saga, ein8 og höfundurinn sjálfur tekur líka fram. En
bókarbót er að því, að riti þessu fylgir töluvert víðtæk
akrá, er bendir á helstu heimildir þær, sem til sje nú að
eldfjallasögu vorri, bæði prentaðar og óprentaðar. Er rit
þetta að vísu æskuverk, og bendir þó — þótt ekki sje
hjer á rjettan og órækan hátt vitnað í undirstöðuritin —
til 8kilnings á því, að ekki megi hlaupa án rannsókna í
það að rita um þau efni, sem laust hafa verið könnuð áð-
ur, en það hefir óþarflega oft brunnið við vor á meðal.
Síðar, á rosknum aldri, gerði hann þessu efni og frekari
skil, og gaf út margar af hinum merkustu skýrslum og
frásögnum fyrri manna um hin stórfeldustu eldgos hjer
á landi1.
Mjög samskonar að gerð — nema um sumt fullkomn-
ara — er rit hans um landslcjálfta á Islandi, er hann gaf
út mörgum árum síðar2. Er þar fyrst frásögn um jarð-
skjálftana rniklu á Suðurlandi 1896, ásamt gagnmerkum
skýrslum skilríkra manna i sjálfum jarðskjálftahjeruðun-
um. Því næst er yfirlit yfir jarðskjálfta, sem sögur fara
af við Faxaflóa og á Norðurlandi, og að lyktum »Yfirlits-
skrá yfir eldgos og jarðskjálfta á íslandi 900—1900«.
Bók þessi er fullkomið heimildarrit, sem altaf verður á
að byggja, um jarðskjálftana. 1896; að öðru leyti er hún
ágripssafn og yfirlit, sem þó er ekki gert örugt, sökum
þess að ekki er vitnað til frumheimildanna. Virðist sem
hjer sje bygt á sömu eða samtíða rannsóknum sem í eld-
fjallasögunni 1882, áður en höfundinum var orðið það
ljóst, hve harðhend tilvitnun til frumgagna er ómissandi,
ef órekandi skal vera. Eldfjalla- og jarðskjálftasagan er
þvi hvorug til hlitar gerð.
1) í IV. bindi af Safni til sögu íslands.
2) Landskjálftar á íslandi, Khöfn 1892—1905.