Skírnir - 01.01.1922, Síða 19
12 Þorvaldur Thoroddsen. [Skirnir
Á 8vipaðan hátt og þessar tvær bækur er og samið
rit Þorvalds um árferbi á Idandi um þúsund ár (865 —
1900), sem kom út hjá Fræðafjelaginu 1916—1917. Það er
yfirlit í annálsformi, og aftast í því er annálaágrip um
hafís viö strendur Islands 1203—1915. Fundið hefir það
verið að þessu riti, að ekki mundi vera örugglega tæm-
andi til þess safnað. Vera má og, að yfir eitthvað hafi
sjest, því að við slíku er aitaf hætt í seinunnu og lang-
vinnu riti, sem byggja verður á dreifðum og torsóttum
heimildum, og yfir heimildarrit getur líka altaf skotist,
þótt vel sje unnið og vandlega rannsakað. Rit þetta
sýnist þó í heild sinni vera unnið vel, og flest heimildar-
rit, sem máli skifta, tekin til greina, prentuð og óprent-
uð. Það skilur og fráganginn á þessu riti og þeim tveim
næstu, sem fyr voru nefnd, að hjer er í heild sinni vitnað
til frumgagnanna til sönnunar flestu í frásögninni. Á því
að vera óhætt að reiða sig á þessa bók svo sem merka
heimild í sinni grein.
I Lýsingu Islands, sem að eins er ólokið að fullprenta,-
er víða þrifið til sögu landsins á öllutn öldum, einkum
um búnaðarháttu, þjóðháttu, verslun og aðra atvinnuvegu,
svo 8em jarðrækt, kvikfjárrækt, og hverskonar aðra
hentisemi landsmanna á marga vegu, og er þar ótrúlega
víða við komið. Að vísu getur það ekki verið þaultæm-
andi í öllum greinum, en þar er þó svo gott yfirlit yfir
margt í öllum höfuðatriðum, að það er til hins raesta
gagns og fróðleiks, á meðan ekki er ritað gjörtæmandi
um þessi efni.
Höfuðrit Þorvalds sem sagnaritara og sögurannsakara
er vitanlega Landfrœðissaga Islands, »hugm\ndir manna
um Island, náttúruskoðun þess og rannsÓKnir fyrr og síð-
ar«, er kom út hjá Bókmentafjelaginu (Kh.) á árunum
1892—19U4 í 4 bindum. Til þessa rits hefir höfundurinn
safnað og að því unnið á bestu þroskaárum sínum, enda
ber það langt af öllu þvi, sem eftir hann liggur sögu-
legs efnis. Rit þetta nær í heild sinni frá elztu tímum
fram til 1880. Eru hjer víða kannaðir heldur ókunnugir