Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 20
Skirnir]
Þorvaldur Thoroddsen.
13
8tigar, ekki einungis um það, er að eins lýtur að land-
fræðislegri þekkingu á íslandi og náttúru þess, heldur
eru hjer einnig ruddar brautir í nær ótal áttir um marga
aðra myrkviðu, sem litt eða ekki höfðu fyrri kannaðir
verið. Bók þessi er engu síður um atvinnuvegu lands-
manna á allar hliðar, ástand landsins alt, afturför, fram-
faraviðleitni, þjóðháttu, bókmentir, kreddur og kerlinga-
bækur og fiest annað, sem nöfnum tjáir að nefna, lieldur
en um landþekking og náttúrufræði, — einmitt á þeim
öldum, sem alt þar til höfðu mest vanræktar verið. Heim-
ildarrannsóknir eru hjer miklar og góðar, og frumgögnin
notuð á rjettan hátt með tilvitnunum, og er rit þetta lyk-
ill að ótal mörgu, svo að menn munu lengi geta fræðst
af því um fieira en eitt, hversu lærðir sem menn eru;
þar með er ekki sagt, að hjer sje alt óskeikult, nje að
sjerstakar rannsóknir siðar meir megi ekki raska hjer
ýmsu og gera frekari grein á um margt hvað, eins og gef-
ur að skilja. Rit þetta er stórvirki, höfundinum í heild
sinni til ævarandi sóma, sökum rannsókna þeirra, sem
undir því standa, og fróðleiks þess, sem í því er. Dómar
hans um menn fara alloftast nærri lagi í riti þesu, og
sumsstaðar rjettir hann hjer vel hluta góðra og mikil-
hæfra manna, sem ekki höfðu áður notið sín, og lætur
þá og rit þeirra koma til rjettar síns, enda er það lítil
geðraun að láta þá menn njóta sannmælis, sem manns-
aldra hafa verið fyrir mold neðan. Annað veifið lætur
hann þó gamla hleypídóma um menn hafa nógu mikið
vald yfir sjer að óþörfu
Þá er nú* Æfisaga Pjeturs biskups. Kom hún út 19081
i hundrað ára minningu biskupsins. Var svo til hennar
stofnað, að hún yrði yfírgripsmikil og efnisrík, og máttu
hjer því koma fram og njóta sín sem best bæði fróðleik-
ur og sagnaritara hæfileikar höfundarins á alla lund, bæði
í fallegri frásögn, drengilegri og sómasamlegri einurð,
nærgætni og viti í dómura, og hverju öðru, sem sæma
þykir í slíkum ritum.
1) Hjá Signrði Kristjánseyni.