Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 21
14
Þorvaldur Thoroddsen.
[Skírnir
Pjetur biskup var teDgdafaðir Þorvalds. Biskup hafði
á siðari árum sínum orðið fyrir ýmsum óbilgjörnum árás-
um, og að honum látnum hafði einn af gömlum kunningj-
um hans, Grímur Thomsen, eftir ósk vandamanna bisk-
upsins, ritað æflágrip hans í Andvara. Var það prýði-
lega samið, en stutt og íburðarlaust, og mislíkaði aðstand-
endum biskups það1. Mun þeim þvi hafa verið rikt í
hug að láta biskup koma betur til rjettar síns, bæði um
afrek og afstöðu gagnvart þeim, sem biskupi hafði eitt-
hvað lent saman við. Þorvaldur tókst sjálfur á hendur
að rita æfisöguna, og yfir þessu skrifi sat kona hans, sem
þótti mikið til föður síns koma og var sárt um hann.
Sjálfur sýnist hann og hafa lagt það verðlag á sjálfan
sig að miklast af mægðunum við Pjetur biskup og af
tengdunum við Staðarfelisættina. Það var þvi heldur
varasamt verk, sem hann tókst á hendur. Er það alt af
vandi að rita um menn, sem manni er sárt um, og viss-
ara, ef vel á að fara, að ætla sjer ekki að auka veg
þeirra með því að niðra öðrum um leið. Það er ekki
víst, að allir taki það með þökkum Þorvaldur var og
kominn það til vits og ára, þegar hann tók þetta verk
að sjer, að honum var ekki ofætlun að vita, hvað hann
var að gera. í æfisögu þessari er höfundurinn hvorki
sinkur á sjálfum sjer nje öðrum. Verður því að tima því
að fara hjer um hana nokkrum orðum.
Æfisaga Pjeturs biskups er það af ritum Þorvalds,.
sem mest hefir orkað tvímælis, og hefir hann fengið margt
orð í eyra fyrir hana, og er það að vonum, því að frá
bókinni er óvarlega gengið til hlítar. Ekki er svo mjög
að fást um það, — það er meinlítið, en líka fremur smekklítið
—þó að nokkurum hjegóma bregði fyrir hjer og hvar, svo
sem þar sem höfundurinn er óbeinlínis að lýsa konu
sinni2, eða þótt lof Pjeturs biskups væri ríflega úti látiðr
ef aðrir fengi að vera ómeiddir. Þó mun flestum þykja
hjegómaskapurinn verða nógu sjón- og greindarlítill, þar
1) Sbr. Æfisögn P. P. bls. 157.
2) Bls. 12.