Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 23
16
Þorvaldur Thoroddseu
[Skírnir
eiga, og þeir voru þá til varna sjálfir. Hitt er ógeðfeld-
ara, þegar hann er að ráðast heidur hispurslaust á þá
samtíðarmenn og dæma þá, sem í gröfunum hvildu og
undir guðs dóm voru komnir. Þar varð buldrið að bylja
á þeim saklausu, er sakararfar voru, — nánustu vanda-
mönnum, og hjer var tekin sjer sú diifð og dul að lesa
um þá menn, er sumir hverir voru eins gildir fyrir sjer,
hver í sinn stað, sem þeir, hvor þeirra um sig, Pjetur
'biskup og Þorvaldur, og þó meiri snildarmenn. sumir af
þeim. Það tekur því ekki að eyða mörgum orðum hjer
um, en sómasemi þessa atferlis mundi ná jafnræði sínu,
ef einhver hefði tekið sjer fyrir hendur að lýsa Pjetri
biskupi á fyrstu kennimenskuárum hans eftir samskonar
reglum og lýst er Þorvaldi presti Bjarnasyni á Meli í
æfisögu þessari, — og segja þó það eitt, sem satt er talið, —
ellegar höfundinum sjálfum með svipaðri dómskyggni og
þar er lýst Dr. Guðbrandi Vigfússyni, hálærðasta og fjöl-
vísasta manni, sem mannprýðismaður var alla æfi, og við-
urkendur af flestum einhver víðsýnasti maður í sinni
ment, jafnvel svo, að sumum þótti við of*. Sjálfsagt hefir
1) Þegar jeg samdi æfisögu Guðbrands Vigfússonar, sem prentuð
er i Andvara 1894, gat jeg þar (á bls. 81) um ýmsa vini hans i Os-
ford, og nefndi þar meðal annara Max Miiller, af þvi að jeg vissi að
þeir þektust, og jeg heyrði Guðbrand aldrei minnast hans öðruvisi en
meinlauslega. Með þeim var og líkt á komið. Þeir voru báðir útlend-
ingar í Englandi, báðir stórfrægir menn, og báða hafði Oxfordarháskóli
tengt við sig. En ekki hafði jeg fyr sent York Powell æfisöguna, og
hann lesið hana, en hann skrifaði mjer aftur, að Max Miiller hafi eng-
inn vinur verið Guðbrands, og gaf að skilja, að Muller hafi verið mjög
afbrýðissamur gagnvart honum og þótti hann hálfgert skyggja á sig.
Mörgum árum siðar, þá er Max Muller var dáinn, var gefin ut æfisaga
hans eftir sjálfan hann, og þar kom afbrýðisemin út i ali-löngum kafla
um Guðbrand. Þýddi einhver þann þvætting á íslensku og birti i tima-
riti einu. Max Múller var maður lærður og víðlesinn og fjekkst mikið
við þýðingar á helgibókum Austnrlanda. Er honnm lýst svo, að hann
hafi verið höfðingjasleikja hin mesta, hjegómagjarn til athlægis og svo
sólginn i medallur og önnur þvilík krókapör, að hann mat það meira
en sjálfan sig.
Þessa athugasemd, sem átt hefði að vera gerð fyrir löngu, geri
jeg nú hjer, svo að ekki undanfalli hún með öllu.