Skírnir - 01.01.1922, Síða 24
Skirnir]
Þorvaldur Thoroddsen.
17
höfundarinn hugaað sjer með þeasu að vísgirða sem bezt
lofsæla minningu biskupsins sáluga í eftirtiðinni. Annað
mál er það, hvort Pjetur biskup mundi sjálfur hafa kært
sig um að skrifa æfisögu sína svona, sem, eins og hún er,
lýsir fult svo vel höfundinum sjálfum sem biskupinum.
Og hlýjari hug munu flestir fá til Pjeturs biskups, sem
var stórum velmetinn maður, — þó að ekki væri hann alveg
sannheilagur, — eftir að hafa lesið æfisöguágrip bisk-
ups, eftir Qrím Tbomsen í Andvara, heldur en eftir lest-
ur þessarar æfisögubókar.
Framsetningin á bókinni er hinn vanalegi flaumstýll
höfundarins, sem menn geta þó oftast nokkurn veginn lesið.
Bók þessa prýðir tvent. Ytri frágangur hennar er
góður, og hún er efnismikil. Þangað verður altaf mikinn
fróðleik að sækja, og að því leyti hefir bókin verulegt
og varanlegt gildi, þrátt fyrir smekklitil smíðalýti. Að
vísu eru þar ýmsar frásagnir, sem nú er ekki og verður
ekki gott að vita, hver fótur sje fyrir, og verða þær að
standa á ábyrgð höfundarins'.
Þorvaldur miutist eitt sinn, fyrir fám árum, að fyrra
bragði æfisögu þe3sarar í brjefi til mín, eftir að hann
1) Á bls. 284—285 i æfisögunni er þ4 frásögn, um úttekt Borgar
á Mýrum 1875, sem hæglega getur misskilist. Eins og þar er frásagt,
liggur næst að ikilja það svo, að Pjetur biskup hafi eitt af þrennu
ábyrgst þá fyrir föður minn 500 kr., lánað honnm 500 kr. eða gefið
honum 500 kr. Mjer er gjörkunnugt um það, að biskup ábyrgðist al■
drei fyrir hann peningalán, lánaði honum aldrei fje, og því sízt, að
biskup byði sjer það við hann, að ætla að gefa honum peninga. En
það er önnur saga til, sem kann að Btanda eitthvað í samhandi við
þessa, og hún er sönn. Maðnr einn átti að standa föður mínum skil á
519 kr. af opinberu fje, tók peningana traustataki og eyddi þeim, en
•agði föður minum þá geymda hjá Pjetri biskupi. Bisknp gerði föður
minum vitanlaga aldrei skil fyrir peningum þessnm, því að þeir voru
ekki í hans vörzlum. Og faðir minn timdi ekki mannsins vegna að
spyrja biskup um fjeð, því að hann grunaði, hvernig til væri háttað, þó
að hinn hefði aldrei einnrð til að segja honum sannleikann. Hafði fað-
ir minn mikil leiðindi af þessu máli, og fjeð kom ekki til skila fyrri
en úr dánarbúi áðnrgreinds manns, sem varð þrotabú. Og þá vorn þeir
faðir minn og Pjetur biskup báðir dánir.
2