Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 25
18
Þorvaldur Thoroddsen.
[Skírnir
hafði þá nýlega fengið eina ákúruna í blöðunum hjer
fyrir hana. Sagði jeg honum þá í brjefseðli í fáum orð-
um hispurslaust, hvað mjer sýndist um hana, gat þess,
að jeg hefði aldrei neitt um hana skrifað, og hefði ekki
ásett mjer að gera það nokkuru sinni. Nú er það þó
orðið, ekki af ásetningi, heldur af atviki.
Þorvaldur var að sumu leyti gamaldags í skoðun-
um, og ekki laus við það að vera (jeg vil ekki segja:
difflcilis, quærulus) laudator temporis acti. Það kom glögt
fram hjá honum í ritum hans á efri árum, að honum
þótti sem »lærðir« menn og embættismenn vorra tíma
mundu hafa minni almenna mentun heldur en embættis-
menn á 18. öld og framan af 19. öld, af því að lærðir
menn vorra tíma skrifuðu ekki eins og þeir gömlu um
allskonar búskaparefni og atvinnuvegu, bráðafár og brund-
hrúta, hrossaket og hákarlaveiði, geldingar og graðhesta-
skyr, og hvað annað, sem gagnlegt var. Og í því sam-
bandi var eins og hann Ijeti sjer ekkert koma það við,
að vorir timar heimta nú sem mest sjerfræði í hverju einu,
svo að á hálfþekkingunni og hálfverkunum þurfi sem
minst að halda. En alt um það hafði hann heilbrigðan
skilning á sögu vorri, og hvað þar þyrfti helst að gera.
Þegar jeg kyntist honum fyrst, svo að nokkur kynning
gæti heitið, 1892—1893, var hann einn af þeim örfáu, sem
var það alveg ljóst, að þeir af vorum mönnum, er við
fræði vor fengist, mætti ekki allir lenda í vísnaskýring-
um og fornaldarfitli. Það er handverk, sem jeg hefl al-
drei getað lagt mig í. Þótti mjer því vænt um að hitta
þar mann, sem var líkrar skoðunar og jeg, og skildi það,
að það væri bókmentir og saga miðaldanna og síðari alda.
sem brýna nauðsyn bæri til að Bnúa sjer að af alefli, og
gera þar rannsóknir frá rótum. Og sögu þessara alda
hefir Þorvaldur Thoroddsen tekið það tak á ýmsa lund,
sem stórum um munar og lengi verður að að búa og
seint mun fyrnast. J. Þ.