Skírnir - 01.01.1922, Side 26
Um Landnámu
i.
Landnáma er eitt af þeim allra merkustu ritum, sem
íslendingar hafa sett saman. Ekkert annað land í heimi
á annað eins rit. Það er ótæmandi brunnur, er ausa má
af þekkingu, ekki einungis um byggingu landsins — sem
er meginmálið —, heldur og um mannanöfn og staða
(hvernig þau eru tilkomin), siði og atferli á 9. öld, hugs-
unarhátt manna þá, og svo mart, mart fleira. Það er
svo sem auðvitað, að leggja verður hina mestu rækt og
alúð við annað eins verk og þetta er. En þá verður fyrst
fyrir manni að spyrja: hvernig er farið handritum þeim,
sem ritið er í? Undir þeim er alt komið. En saga hand-
ritanna er nokkuð blandin, og ekki laust við að raunar-
saga sje.
Haukur lögmaður Erlendsson (d. 1334) ritaði sjálfur
Landnámu-bók í hinu mikla safnshandriti sínu (Hauksbók)
um 1320. Hann gerir þar, aldrei þessu vant, grein fyrir
frumritum þeim, er hanu fór eftir. Hann segir svo: »En
þessa bók ritaða (ek vantar) Haukr Ellinsson eptir þeiri
bók, sem ritat hafði herra Sturla lögmaðr, hinn fróðasti
maður, ok eptir þeiri bók annari, er ritat hafði Styrmir
hinn fróði, ok hafða ek þat ór hvárri, sem framar greindi,
en mikill þori var þat, er þær sögðu eins báðar, ok því
er þat ekki at undra, þó at þessi Landnámabók sé lengri
en nokkur önnur*. Þessi orð eru Ijós. Haukur hefir haft
tvö handrit, annað eftir Sturlu, hitt eftir Styrmi (þarf
auðvitað hvorugt að hafa verið frumrit), og svo að segja
2*