Skírnir - 01.01.1922, Síða 30
Skirnir]
Um Landnámu.
23
II.
ÞeBs var getið, að munur er á brotinu og 106 (112).
Við nákvæman samanburð og rannaókn beggja hef jeg
komist að þeirri niðurstöðu, sem jeg tel óyggjandi (jeg
vísa til formálans fyrir útgáfunni), að 106 (112) hefur hinn
upphaflega Melabókartéxta, eða upphaflegri en brotið; í
því er hann styttur og breytt til ýmsu, enda er brotið
fullum 100 árum yngra en Melabók sjálf (sett saman um
1300). Það er því alveg öfugt við það sem áður hefur
verið talið; 106 (112) er einmitt »eldri Melabók«, en brot-
ið má með sanni kalla »yngri Melabók*. Þetta er þó
ekki svo að skilja sem 106 (112) sje nákvæm uppskrift
af hinni upphaflegu Melabók, heldur hafa ýmsar breyt-
ingar og viðaukar verið gerðir við hana, eins og upp-
skrifurum var títt að gera á 14. öld. Hver þurfti að
breyta til (orðum og orðaskipun), og auka við, ef hann
þóttist vera að einhverju leyti fróðari en þeir, sem fyrri
voru; og tókst þá ekki æfinlega vel til.
En hver var þá frumbók Melabókar? Hvaða rit not-
aði Snorri Markússon á Melum?
Það var, eftir öllu að dæma, ekkert annað en bók
iStyrmis. Alt skýr st vel með þessu. Haukur sagði, að
mestalt efnið hefði verið hið sama í bókum Sturlu og
Styrmis. Það er því ofurskiljanlegt, að þeir kaflar i
Hauksbók,* sem ekki eru í Sturlu-bók, finnast í Melabók.
Það kemur til af því, að Haukur tók þá frá Styrmi. Þar
sem meiri afbrigði eru, eru þau breytingar síðari upp-
skrifara.
Um röðina (Sunnlendingafjórðung) verður nú líka alt
ljóst. I Styrmis-bók hefur röðin verið sú sama sem Mela-
bók hefur — en í Sturlu-bók var hin röðin, og henni
fylgdi Haukur. Hafi nú Melabókarskipunin verið upp-
hafleg, þá er auðsjeð, að Sturla eða einhver milli hans
og frum-Landnámu, hefur breytt til og gert það skipulag,
sem er í 107 (Sturlu-bók). Hvort inngangurinn og kafl-
inn um þá menn, sem fyrst fundu landið, heyrði til frum-
bókinni, er vafasarat, og efalaust mundi hvorttveggja