Skírnir - 01.01.1922, Síða 31
24
Um Landn&mu
[Skirnir
talið síðari viðbót, ef reiða mætti sig á brotið. Þetta er
þó ef til vill hæpið. Og vist er það, að stutt frásögn um
hina fyrstu landfundarmenn (Garðar, Naddodd, Flóka —
í þessari röð) var einmitt svo eðlilegt upphaf á landnáma-
bók, sem hægt var að hugsa sjer. Svo hygg jeg og, að
hafi verið í raun og veru. En í brotinu var þessu slept,
af þeirri tilhneigingu, sem höfundur þess hafði, að stytta
textann og gera sjer ómakið minna. Slikt var alment.
Jeg hygg eða gæti vel trúað þvi, að þar hefði og verið
sett stutt grein um Ingólf sem frumbyg'gja landsins. I
stað hennar var svo siðar sett hin rækilega frásögn, sem
nú finst í öllum handritunum (nema brotinu). En það er
og engu síður sjálfsagt, að Ingólfs og landnáms hans hefur
verið getið í rjettri röð, þegar þar að kom, og svo er
einmitt í Melabók, en textinn þar er ekki nú hinn upp-
haflegi með öllu.
í 106 (1 l‘J) er nú allur hinn sami inngangur sem í Sturlu-
bók og Hauksbók og röðin sú sama sem íSturlubók (Naddodd-
ur—Garðar, sem víst er að ekki er upphafleg). Þetta raá skýra
með því, að skrifari þess handrits, sem 106 (112) er eftir
ritað, hefur tekið alt þetta upp úr öðru handriti og þar með
valdið handritablendingi (þegar á 14. eða 15. öld).
En þó að þessi breyting, og aðrar smábreytingar hafi
verið gerðar á Styrmis-bók í handriti, sem 106 (112) er
frá komið, er jeg þó í engum vafa um, að se'gja má, að
Styrmis-bók risi nú upp fyrir oss í 106 (112). Þetta hand-
rit fær nú, eins og gefur að skilja, miklu meiri þýðingu
en áður hafa menn haldið, þýðingu, sem ekki stendur
hinum bókunum að baki. Það verða nú þá 3 aðalhand-
rit af Landnámu, Sturlu-bók og Hauksbók og Melabók (o:
Styrmisbók). En við hvert um sig verður að beita dómgreind.
Þau standa jafnfætis, en hvurugt ofar öðru
III.
Um það hafa menn deilt, hvor röðin væri rjettari,
sú í Sturlu-bók — Hauksbók eða sú i Melabók. Áður fyrr
var það skoðað sem sjálfsagt, að Stb. — Hb. hefði geymt