Skírnir - 01.01.1922, Side 33
26
Um Landnámu.
[Skirnir
B. M. Ólsen hefur farið skör lengra en gott var. Það var
eins og hann væri heillaður af brotinu, sem þó er eitt-
hvað lakasta handritið allra.
Jeg vil hjer nefna eitt atriði. Það er frásagan um
landnám Skallagríms, eins og hún er í Stb. (hjer er eyða
í Iib.). Sama frásögn finst og í Mb., hjerumbil orðrjett
eins. Það má nú vel vera, að hún sje ekki með öllu
liinn upphaflegi Landnámutexti, en síðar eitthvað aukinn
eftir Egilssögu; þó er vandamál að segja slíkt með nokk-
urn veginn vissu. Þar er og talað um Grím hinn háleyska,
sem út fór með Skallagrími (og Kveldúlfi), og Skallagrím-
ur gaf land fyrir sunnan Hvítá. En svo kemur í Mb.
lítil grein aftur um Grím, og þar sagt, að hann hafi »num-
ið landc (sem sjálfstæður landnámsmaður að skilja) og í
því sambandi er minst Ingimundar gamla sem fóstbróður
hans. Þessa er nánar getið í Vatnsdælu. Nú er það víst,
að höf. Melabókar var mjög viðlesinn í sögum, og hefur
hann víða skotið inn greinum og útdráttum úr þeim, og
þá sjerstaklega úr nefndri sögu. B. M. Ólsen hefur og
álitið, að orðin um Ingimund sje þaðan tekin, en jeg er
sannfærður um, að öll þessi grein sje samin af höf. Mela-
bókar, og þessvegna kemst hann í mótsögn við það sem
áður hafði hann ritað, ef mótsögn skal kalla; því að jeg
hygg að sami maður gæti sagt, að N. N. hafi gefið öðrum
land, óbygt, og þó kallað þennan »annan« landnámsmann
ng sagt, að hann hafi »numið« landið.
Annað dæmi er þetta. Stb. og Mb. hafa bæði kapí-
tula um önund breiðskegg og son hans Tungu-Odd o. s.
frv. En rjett á undan skýtur Mb. inn svolitlum kafla um
sama efni, með þeim mun, að þar er önundur sagður
sonur Krömu-Odds og hann talinn landnámsmaður, en
ekki önundur, sem er talinn Úlfarsson í Stb. (og næsta
kap. í Mb.). Hjer er aftur mótsögn Jeg skýri hana svo,
að höf. Mb. hafi þekt aðra gamla arfsögn um þetta land-
nám, sem hjer um ræðir, og sjálfur sett hana inn, en að
Jiað sje ekki upphaflegur Landnámutexti.
Þriðja dæmið er kapítulinn um örnólf í Örnólfsdal,