Skírnir - 01.01.1922, Side 34
Skirnir]
Um Landnámu.
27
föður Blundketils, föður Þorkels þess, er Hænsaþórir
brendi inni. Sem kunnugt er, er framsetningin í Stb —
Hb. alt öðruvísi, Blundketill öðruvísi ættfærður og það
er þar ekki Þorkell, heldur Blundketill, sem inni var
brendur. Ari segir frá þessum viðburði, og hann segir,
að það haíi verið Þorkell, er brendur var inni Nú er
það engum vafa bundið, að hans frásögn sje rjett (hún
er elst, næst viðburðinum). Höf Mb. er í samræmi við
Ara — en ekki af því, að Ari hafi samið Landnámu,
heldur af því, að hinn víðlesni höf. Melabókar hefir þekt
rit Ara og tekið þaðan efnið í kapítulanum og líklega
þar að auk haft borgfirska arfsögn um þetta. Orð hans:
Þaðan af gerðiz deil d þeira Þórðar gellis ók Tungu-
Odds eru auðsjáanlega ekkert annað en útdráttur úr orð-
um Ara: Þinga deild mikil varð d miðli Þórðar gellis
. . ók Odds þess, es kallaðr vas Tungu-Oddr (Odds —
Tungu-Oddr er hjer dregið saman i lungu-Odds fyrir
styttingar sakir).
Hjer skulu ekki fleiri dæmi talin. Vera kann, að
sumir vilji samt halda því fram, að þessi framantöldu
dæmi megi eins vel heyra til frumbókinni og stafi ekki
frá höf. Mb. En þegar Mb. er lesin gaumgæfilega og tek-
ið er eftir því, sem hún hefir ein út af fyrir sig og alveg
vafalaust er tekið úr öðrum sögum (t. d. Vatnsdælu),
hygg jeg engum geti blandast hugur um, að þeir tilgreindu
kaflar sjeu eftir höfund Melabókar, en ekki frumhöfund
Landnámu. Setjum r.ú svo, að þeir væru það, yrði skýr-
ingin flókin og þá þessi. Þessir kaflar hefðu verið i
Styrmis-bók — hlotið að vera þar —, og þaðan komist
(auðvitað) inn í Mb. En á leiðinni frá frumbókinni til
Sturlu hefði þeim verið breytt (aðrir sett inn í þeirra
etað); og þá komist inn í Sturlu-bók — ef þeir ekki stafa
frá Sturlu sjálfum. — Henni fylgdi svo Haukur (eftir
sinni meginreglu að fylgja þeim, sem var fjölorðastur).
Síðar hefðu svo þeir, sem skrifuðu Styrmis-bók upp, lika
haft uppskrift af Sturlu-bók eða henni náskyldum bókum
og þaðan tekið kaflana (nema þann síðastnefnda); og svo