Skírnir - 01.01.1922, Side 36
Fátt eitt um síra Þórð í Hítardal
og Melabók.
Ilöfundur fyrirfarandi greinar lætur þess af hæversku
ögetið, hver sje útgefandi bókar þeirrar, sem hann er
hjer að rita um, en það er enginn annar en greinarhöf-
undurinn sjálfur. Með sínum alkunna dugnaði gaf hann
út árið 1900 höfuðbækur þær tvær af Landnámu, sem
menn hafa kallað Sturlubók og Hauksbók, en gaf sjer þá
ekki tíma til að kynna sjer til hlítar þriðju höfuðbók
þessa rits, er nefnd hefir verið Melábók, sem til er heil í
pappirshandriti frá 17. öld, og auk þess í broti á skinni,
að vísu með nokkuð öðrum hætti. Utgáfan af Landnámu
frá 1843 hafði kent mönnum það, að Melabók væri gagn-
merk. Söknuðu menn því þess, að hún var ekki framar
tekin til greina í útgáfunni árið 1900 en gert hafði verið
í útgáfunni 1843. En nú (1921) hefir sami útgefandi bætt
úr þvi, og gefið Melabók út í heild sinni, og reynist honum
nú pappírsbókin (A. M. 106. Fol.) vera fornari að gerð en
bók sú, er skinnbrotið er úr, en áður höfðu menn kallað
pappirsbókina Melabók hina yngri. Telur bann undir-
stöður hennar ekki rýrari en svo, að það sje Landnáma-
bók Styrmis prests. En hvað sem því líður, er útgáfa
Melabókar þarfaverk. En bagalegt var, að hún skyldi
ekki fylgja Hauksbók og Sturlubók fyrir 22 árum, þó að
ekki væri annars en registurs vegna, sem nú fylgir ekk-
ert Melabók. Hokkur bót er þó í því að samstæðu-yfirlit
allra bókanna fylgir.
Pappírsbók þá (A. M. 106. Fol.), sem nú geymir þenna
merka Landnámu texta, er nú nefnist Melabók, er að