Skírnir - 01.01.1922, Side 37
30 Síra Þóröur i Hítardal og Helabók. [Skirnir
þakka höndum Þórðar prests Jónssonar i Hítardal, ágæts
manns á 17. öld. Að vísu segir greinarhöfundurinn hjer
fyi'ir framan, að bók þessa hafi ritað »sjera Þórður Jóns-
son á Staðarstað (d. 1670)«. En það hlýtur að vera hjer
af vangæslu sagt, því að í formála útgáfu Melabókar (bls.
II) er gerð rjett grein á þessum raönnum báðum. Voru
þeir báðir afbragðsmenn. Var Þórður yngri prófastur á
Staðarstað (f. 1672; d. 1720) dóttursonur síra Þórðar í
Hitardal. Móðir hans var Guðríður Þórðardóttir (d. 1707),
ágæt kona. Síra Þórður í Hítardal kvæntist 1642 Helgu,
dóttur Árua lögmanns Oddssonar, og var hún þá 16 vetra
(f. 1626; d. 13. ág. 1693). Árni lögmaður hafði þá búið
víða: á Sjáarborg, á Holtastöðum, á Galtalæk, í Hauka-
dal, og þar býr nann 1633, en er þá að kaupa Leirá í
Leirársveit, sem er skamt frá Melum, og mun hann hafa
fluzt þangað vorið 1634, og að vísu ekki fyrri. Að síra
Þórður fjekk kvonfang þaðan, ætlar útgefandinn, að sje
ekki þýðingarlaust fyrir tilorðning afskriftar hans af
Melabók, sem getur ekki merkt annað en það, að hann
hafi fyrir þær tengdir komist að hinni fornu bók, er hann
skrifaði eftir. Vera má, að svo sje og svo sje ekki, enda
stendur það ekki á miklu. Annað sýnist samt vera fult
svo sennilegt. Árni lögmaður bjó að engri langfeðga eða
erfðri hjeraðsfestu í Borgarflrði, á þeim slóðum, sem hin
forna merkisbók ætti að hafa geymst. En móðir Þórðar
prests var Guðríður dóttir Gísla lögmanns, Þórðarsonar
lögmanns, Guðmundssonar, og það var alt stórbændakyn
rótgróið í Borgarfirði um aldir. Sjálfur hjelt Þórður lög-
maður Mela í Melasveit og bjó þar um hrið; síðan var
síra Einar sonur hans þar prestur í meira en 40 ár. Koma
þvi Melar þeim frændum mikið við. Allur þorri þeirra
skjala og gagna, sem nú eru til, og snertir stóreignir og
stórfólk á fyrri öldum um þessar slóðir, að vísu allar
götur ofan frá Auðuni hyrnu, er úr þessum kynjum
komið, og leiðin liggur um einmitt hjá síra Þórði í Hítar-
dal, þaðan til Guðríðar dóttur hans, þá til Þórðar prófasts
sonar hennar, og þaðan til Árna Magnússonar, sem feng-