Skírnir - 01.01.1922, Page 42
Skirnir]
Afstæðiskenningin.
35
óhreyfanlegu yfirborði jarðarinnar. En ef nú jörðin með
öllu því sem á henni er snýst um sjálfa sig einu sinni á
sólarhring og þýtur kringum sólina einu sinni á ári —
hvar stendur B þá ? Nei, ef farið er út í þá sálma, verð-
ur víst naumast sagt að B hafi rjettara fyrir sjer en A.
B er kyr gagnvart þurra landinu, og A er kyr gagnvart
yfirborði sjávarins, en báðir taka þátt í hreyfingu jarð-
arinnar.
Nú kynni einhver að hugsa sem svo: »En ef þriðji
maður, C, stæði á yfirborði sólarinnar, sem jörðin snýst
um, og athugaði skipið þaðan, gæti hann þá ekki dæmt
rjett um hina »sönnu« hreyfingu þess? Nei, ekkert frek-
ar. Sólin er ekki kyr heldur. Hún snýst um sjálfa sig
og hefir þar að auki aðra hreyfingu gagnvart öðrum
hnöttum. Enginn getur felt algildan dóm um hreyfingu
nokkurs hlutar. (A). Það er ekki hægt að benda á neinn
stað, sem er »kyr«, og hver sem dæmir um hreyfingu,
dæmir aðeins frá vissu sjónarmiði.
Það er þetta sem meint er með »afstæði« hreyfingar.
Þeir A og B hafa báðir »rjett«. En þeir dæma bara ekki
um það sama. A dæmir um hreyfingu skipsins gagnvart
yfirborði sjávarins, en B um hreyfingu þess gagnvart
föstu yfirborði jarðarinnar. Það er meiningarlaust mál
að tala um »sanna« hreyfingu hlutar, blátt áfram af því,
að það er ómögulegt að skilgreina hvað við er átt. Það
er aðeins hægt að dæma um hreyfingu eins hlutar gagn-
vart öðrum, og ekkert frekar. — Þegar jeg hjer eftir tala
um hreyfingu einhvers hlutar, án þess að tiltaka við
hvað sú hreyfing sje miðuð, meina eg ávalt hreyfingu
hlutarins gagnvart föstu yflrborði jarðarinnar. Jeg fylgi
þar málvenjunni, en tek þetta fram til þess að afstýra
misskilningi —.
Inertiulögmálið segir að enginn hlutur breyti hreyfingu
8inni — t. d. gagnvart staðnum, sem jeg stend á— nema fyrir
einhverja utanaðkomandi orsök. Ef hluturinn er kyr gagn-
vart jörðunni, heldur hann áfram að vera kyr, ef ekki