Skírnir - 01.01.1922, Side 44
Skirnir]
Afstæðiskenningin.
87
fram og aftur, eða nærri 2 tímum lengur en í straum-
lausu vatni.
Væri strauraurinn þvert á AB (2 mynd b.) þyrfti
báturinn að stefna dálítið i strauminn báðar leiðir
til þess að fara beint á milli staðanna. Þá leiðir af
Pyþagorasar reglu, að hann kemst 12 km. áfram á hverj-
um klukkutíma, svo að hann verður 144:12 = 12 klt. að
fara báðar leiðir. Báturinn er því einum klt. lengur að
fara fram og aftur milli staðanna, ef straumurinn er á
móti aðra leiðina og með hina, heldur en ef hann er
altaf á hlið.
Af þessu leiðir nú, að finna mætti straumhraðann í
vatninu, með þvi að láta bátinn fara milli tveggja staða
fram og aftur, fyrst með straumnum og móti, en síðan
þvert á strauminn báðar leiðir. Ef báðar fjarlægðirnar
væru 72 km, og báturinn væri 13 tíma fram og aftur
með og móti straum, en 12 tíma með strauminn á hlið,
má af því reikna straumhraðann 5
Á svipaðan hátt hugsuðu menn sjer að finna mætti
£ hraða jarðarinnar í
^ I ljósvakanum1. Þegar
' jörðin þýtur gegnum
ljósvakann á rás sinni
kringum sólina, hlýt-
ur að vera á henni ljósvakastraumur, og ætti
að mega finna hraða Ijósvakastraumsins á þessa
leið: Frá staðnum A eru sendir ljósgeislar í
v tvær áttir hornrjettar hvora við aðra, til spegl-
anna B og C (3. mynd) Þeir kastast nú aftur
frá speglunum og koma báðir til A aftur. Væri
nú ljósvakastraumurinn í áttina frá A til B,
ætti, samkvæmt því sem áðan var sagt um
$ bátinn, sá geislinn, sem fer til B, að koma lítlu
3. mynd. síðar aftur til A en hinn, sem fór til C. Mjög
nákvæm tilraun, sem próf. Michelson i Chicago
gerði fyrstur manna (árið 1887), sýndi þó með fullri vissu
1) Þó að jeg haldi mjer hjer við ljósvakakenninguna, er það ein-