Skírnir - 01.01.1922, Page 46
Skírnir]
Af 8tffiðisken ningin,
39
til þess að erviðleikarnir við það að ganga úr skugga um
samtími þeirra komi betur í ljós, ef þeir annars eru
nokkrir.
Hugsum oss þá tvo ieifturvita A og B. Þeir eiga
báðir að blossa samtímis, og jeg vil ganga úr skugga um,
hvort svo sje eða ekki.
Jeg mæli nú fjarlægðina milli vitanna og helminga
hana. Síðan stend jeg mitt á milli þeirra raeð hornspeg-
il, sem speglar báða blossana. Sjái jeg þá einusinni birta
í speglinum, blossa vitarnir samtímis, en sjái jeg tvisvar
birta í speglinum blossa þeir ekki samtímis. Gerum nú
ráð fyrir að jeg sjái einusinni birta í speglinum. Vitarnir
blossuðu þá samtímis, hugsa jeg.
Það er nú svo. —
Nú verður að gá að því, að ljósið frá vitunum þarf
tíma til þess að berast til mín. Jeg var að vísu mitt á
milli vitanna, svo að ætla mætti að Ijósið væri jafnlengi
frá þeim báðum. En þetta get jeg þó ekki verið fyrir.
fram viss um. Jeg get vel ímyndað mjer að ljósvaka-
straumurinn á jörðinni trufli gang ljósgeislanna. En úr
því að það er engin rökvísileg nauðsyn að geislarnir frá
A og B sjeu jafnlengi á leiðinni til mín, þá hef jeg engin
önnur ráð, eu að sanna það með mælingu, að svo sje.
En sú mæling verður tímamæling, mæling þess tíma sem
geislarnir eru að berast frá vitunum til min. Af þessu
leiðir nú:
Til þess að ganga úr slcugga um samtími tveggja við-
burða útheimtist fyrirfram, að mögulegt sje að frarnkvœma
tímamœlingu. (E).
Berum nú saman þessar tvær niðurstöður, (D) og (E).
Þær eru bersýnilega ósamrýmanlegar, og sýnir það eigi
annað en það, að á þessum grundvelli er öll tímamæling
ómöguleg. Jeg get ekki gengið úr skugga um að tveir
viðburðir hafi »orðið« samtímis. Jeg get aðeins gengið
úr skugga um að jeg hafi samtímis orðið þeirra var. En
þá verður að finna skilgreiningu á »samtími tveggja við-