Skírnir - 01.01.1922, Síða 48
Skirnir]
Af stæðiskenningin.
41
Þá er næst að íhuga, hvernig okkur kemur saman
um samtími tveggja viðburða, ef við erum á hreyfingu
hvor gagnvart öðrum.
Jeg ætla þá að hugsa mjer beinan veg, og að vörð-
ur sjeu reistar meðfram veginum með 1 km millibili í
vörðurnar miðjar ætla jeg að hugsa mjer að festir sjeu
tinnusteinar, þeim meginn sem að veginum snýr. Á
veginum ætla jeg að hugsa mjer vagn, sem er 1 km. á
lengd. Þó að hann sje svona langur, gerir það ekkert
til, því að þetta er að eins »hugsuð« tilraun. Vagninn á
að vera á 4 hjólum, tveimur fremst og tveimur aftast (5.
mynd). Jeg get hugsað mjer vagninn lokaðan, en úr
(Ccustu. r )
Vc^n
’
C1
Uecjivr
5. mynd.
• Tn'm
Hunn.
X/uríit
gleri, svo að veggirnir sjeu gagnsæir. Enn fremur ætla
jeg að hugsa mjer, að hjólásarnir standi út úr hjólmiðj-
unum, og að á þeim sjeu tinnusteinar, sem sláist við
tinnusteinana í vörðunum, þegar vagninn fer fram hjá,
og. tendrist þá Ijósneistar. Og loks ætla jeg að hugsa
mjer, að vegurinn liggi frá vestri til austurs og vagninn
hreyfist til austurs —.
Við kornum okkur nú saman um það, hann og jeg,
að hann skuli vera mitt á milli tveggja vegavarðna með
sinn hornspegil, en jeg í miðjum vagninum með minn,
og við skulum svo báðir athuga, hvort blossarnir frá
tinnusteinunum komi samtímis eða ekki.
Setjum nú svo, að hann sjái blossana samtímis. Jeg,
s em er í v a g ninum, hlýt þ d a ð sjd ey stri
hlo s s ann f y r, þar sem vagninn hreyfist d
móti honum, en frd hinum. Við skulum nú
ihuga, hvað við ályktum af þessu hvor um sig.