Skírnir - 01.01.1922, Side 50
Skírnir]
Afstæðiskenningin.
43
rnjer eða rangt, og meira að segja ekkert frekar þó að
skynjanir vorar og naælitæki væru algerlega nákvæm?
Sje það ekki til — og það er ekki til — þá er alt tal
um algert samtími tal út í loftið, bara theologi!
Lítum nú aftur á langa vagninn á 5. mynd. Sje rjett-
ur kilometer milli hjólásanna, þá hugsum við (»hann« og
»jeg<), að blossarnir komi samtímis úr tinnusteinunum.
Sje hann lengri, kernur eystri blossinn fyr, en sje hann
styttri kemur vestari blossinn fyr1. Nú sá hann blossana
samtímis, en jeg sá eystri blossann fyr, því að jeg var í
vagninum. Nú segir hann:
Blossarnir komu úr tinnusteinunum í vörðunum, jeg
er kyr gagnvart þeim og mitt á milli þeirra. Jeg sá bloss-
ana samtímis. Þessvegna er vagninn rjettur Tcm. á lengd.
En jeg segi:
Blossarnir komu úr tinnusteinunum í hjólásunum, jeg er
kyr gaguvart þeim ogmittámilli þeirra, og jeg sá eystri bloss-
ann fyr. Þessvegna er vagninn lengri en einn km. Okkur kem-
ur þannig ekki heldur saman um lengdarmælingu sama
hlutar, ef við erum á hreyfingu hvor gagnvart öðrum.
Mjer, sera er kyr gagnvart vagninum, mælist hann lengri
en honum, sem er á hreyfingu gagnvart honum — því
að hann er á hreyfingu gagnvart mjer, sem tel vagninn
kyrran.
Öll lengdarmœling er því afstœð. Hversu hlutur mæl-
ist langur, er komið undir hreyfingarástandi þess, sem
mælir, gagnvart þeim hlut, sem mældur er.
Okkur kemur ekki heldur saman um tímamælingu,
þ. e. um lengd tímaeiningarinnar. Tökum fyrir tímaein-
ingu þann tíma, sera ljósið þarf til þess að fara einn km.
Nú segir hann við mig:
»Þú ert í miðjum vagninum, sem er rjettur km. á
lengd, og ert kyr gagnvart hjólaásunum. Þessvegna eru
1) Þetta skilst &f myndinni. Skyldi lesandinn íhnga það vandlega,
því að annars skilst ekki það sem eftir fer. Vagninn fer til ansturs.