Skírnir - 01.01.1922, Side 52
Skirnir
Afntæðiskenningin.
45
um á jörðu hjer. Setjum t. d. svo, að A og B væru hvor
í sinni flugvjel og flýgi annar til norðurs en hinn til suð-
urs. Mætti þá hugsa sjer afstæðan hraða þeirra t. d. 360
hvors gagnvart öðrum, eða 0,1 km á sekundu. Nú er
ljóshraðinn 300000 km á sekundu svo að kvaðratrótin,
sem fyr var nefnd, verður /RvLJ== 1 - ’/isoooooooooooo,
svo að hlutir sem eru í flugvjelinni með A verða, frá B
sjeð, styttir um einn átjánbiljónasta part í hreyfingar-
stefnuna. Sömuleiðis mælist hvorum þeirra, að klukkan
hjá hinum seinki sjer um einn átjánbiljónasta part af
hverri tímaeiningu, þ. e. um eina sekundu á tæpum sex
hundruð þúsundum ára.
Að þetta hafi víðtæk áhrif á lögmálin í hreyflngar-
fræðinni, er í rauninni sjálfsagt. Jeg skal taka einfalt
dæmi.
Eitt lögmál hreyfingarfræðinnar hljóðar svo, að und-
ir áhrifum sama krafts fari hraði hlutar jafn-vaxandi,
eftir því sem hann heldur lengur áfram. Sem dæmi má
taka fallið. Steinninn, sem dettur, er undir stöðugum áhrif-
um þyngdarinnar og herðir því á sjer í fallinu, þannig
ig að hraði hans mundi fara jafn-vaxandi, ef loftið veitti
enga mótstöðu, segir hreyfingarfræðin.
Hugsum oss nú beinan veg, sem lægi niður langa
brekku með jöfnum halla. Hugsum oss að við hliðina á
veginum væri skíðabraut. Nú skyldi A standa kyr uppi
á brekkunni, B fara á mótorvagni niður eftir veginum,
en C á skíðura niður skíðabrautina. Mótorvagninn hefir
hemil á sjer og fer með jöfnum hraða — segjum 5 metra
á sekundu, en skíðamaðurinn, C, hefir engan hemil og
fer með vaxandi hraða. Segjum, að einni mínútu eftir að
C skildi við A uppi á brekkubrúninni sje hraði hans orð-
inn 5^ eins og hraði mótorvagnsins. Þeir B og C eru
þá á því augnabliki kyrrir hvor gagnvart öðrum, þar
sem þeir hafa sama hraða í sömu stefnu. C er nú í sama
hreyfingarástandi gagnvart B, eins og haun í upphafi var
gagnvart A — þ. e. kyr. Nú minni jeg enn á það, að
hreyfingarfræðin gerir ekki mun á kyrð og jafnri hreyf-